Leita í fréttum mbl.is

Að kveðja og góðir vinir

Er búin að vera að kveðja fólk alla daga undanfarið. Það eru rosalega margir að fara héðan þessa dagana. Suma á ég aftur eftir að hitta í London eða heima en svo eru það sumir sem eru að flytja til annarra staða hérna í Kína og ég á væntanlega ekki eftir að hitta þá í bráð. Það er alltaf erfitt að kveðja fólk sem eru orðnir góðir vinir eða kunningjar. En það er svo sem þannig að þegar um er að ræða góða vini þá heldur maður sambandi eða smellur saman með þeim þegar maður hittir þá næst. Það er snilldin við góðan vinskap!! Að sama skapi finn ég hvað það er dýrmætt að eiga góða vini heima. Hef átt nokkur góð samtöl heim undanfarið og það er rosalega mikilvægt að finna það alla leið hingað hversu góða vini maður á :-) Meira að segja þótt það sé hringt í mann um miðjar nætur því viðkomandi er aðeins búinn að gleyma því að það er 8 tíma mismunur á milli, hehehehe.....Þrátt fyrir að mér líði ljómandi vel hérna í hitakófinu í Peking er ekki frá því að ég sé farin að hlakka til að koma heim og hitta fjölskyldu og vini......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís

Hlakka til að sjá þig svo heima á Íslandi. Takk fyrir frábæran vetur í Peking ;) Hann hefði sko aldrei verið eins án þín!

bkv Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:20

2 identicon

Það verður alveg frábært að fá þig heim elsku Kolla mín :) Aðeins rúmlega 6 vikur þangað til ég fæ að sjá þig mín kæra

Benný (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 19:11

3 identicon

Hæ hæ, hlakka til að sjá þig heimia á klakanum!! knús HMS

Hulda Marí (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband