Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
29.12.2007 | 16:26
Ljúfir dagar á heimaslóðum
Þá er maður búinn að dvelja heima um tíma og hafa það mjög svo indælt um jólin. Heimferðin frá Peking var nú ansi merkileg fyrir margar sakir. Það sem setti á hana sterkan svip voru seinkanir á öllum þremur flugunum sem ég tók til þess að komast heim. Allt gekk þetta þó að lokum og ég var komin heim einum og hálfum sólarhring eftir að ég hóf ferðalagið í Peking. Fríið hérna heima hefur verið mjög svo ljúft og hef ég eytt tíma mínum með fjölskyldu og vinum. Ég er líka búin að kíkja út á lífið og verður að segjast að ekki hafa nú hlutirnir breyst mjög mikið. En þrátt fyrir það er maður búinn að fjárfesta í miða á nýársfagnað og hlakka ég svoldið til enda orðið ansi langt síðan að ég fór síðast á slíkt ball. Verður spennandi að sjá hvernig þetta verður. Annars er nú fríinu að ljúka því að ég stakk af frá Peking án þess að vera búin að klára allar ritgerðirnar mínar svo að nú þarf ég að setja í skriftargírinn næstu dagana og klára önnina áður en ég fer svo í almennilegt frí en það verður víst ekki á Íslandi í þetta skipti heldur í Suðaustur Asíu. Ég ætla svo að leyfa mér að skella inn korti sem bekkjarfélagi minn gerði og sendi okkur í bekknum. Algjört snilldarverk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 04:18
Eftirminnileg heimferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 11:48
Afsakið, hlé!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2007 | 16:42
Jólastemming
Það má segja að það hafi verið jóla eða aðventudagurinn minn í gær. Ég byrjaði á að fara í boði Judith ásamt fleirum á þýskan jólamarkað í þýska sendiráðinu. Þar var búið að slá upp litlum kofum þar sem seldar voru ýmsar veitingar ásamt bókum og handverksmunum tengdum jólunum. Við náttúrulega fengum okkur Gluehwein, Lebenkuchen og grillaðar Bratwurst. Ljómandi gaman þrátt fyrir troðninginn en hleypt var inn í hollum því þvílík var aðsóknin. Annars minnti þetta mig mikið á jólastemminguna í Vínarborg þar sem eru margir svona jólamarkaðir, alveg óskaplega sjarmerandi siður.
Um kvöldið fór ég svo í fullveldishátíðarboð hjá Íslendingafélaginu. Þetta var alveg frábært boð, haldið heima hjá Guðnýju og Axel. Mikil og góð mæting og hitti ég nokkurn slatta af fólki sem ég hef ekki hitt áður. Bæði voru það Íslendingar sem búa hérna í Peking eða voru bara í stuttum erindagjörðum. Boðið var upp á jólaglögg og snittur með dönsku smörrebrod sniði. Einnig var pakkarugl sem sló í gegn og var ekki annað að sjá en að það glampaði á spenning í hverju andliti yfir hvaða gjöf viðkomandi myndi hreppa. En kannski það sem sló algjörlega í gegn og framkallaði gleði- og nautnasvip á öllum var nóakonfektið frá Gunnnari Snorra. Maður hefði getað tekið mörg kodakmóment og selt Nóa og síríus þau á háum prís. Í heild var þetta bara klassískt skemmtilegt stuðpartý að íslenskum sið, að mestu eldhúspartý þar sem ýmis skot voru drukkin, svo sem íslenskt brennivín eða tópasskot. Átti virkilega áhugaverðar umræður þarna við hina ýmsu karektera. Ég ætlaði líka að vera svo sniðug að nota tækifærið og dreifa nafnspjaldinu mínu í boðinu. Ég náttúrulega gleymdi að bæta við í nafnspjaldaboxið mitt. Ég komst svo að því að í öllum metnaðinum að dreifa spjöldunum var ég farin að dreifa nafnspjöldum bekkjarfélaganna sem voru neðst í boxinu. Hehehehe sem betur fer tók ég eftir því og tókst að endurheimta þau......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)