Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
26.2.2008 | 15:52
Fyrsti kínverskutíminn að baki
Ég var mætt í kínverskutima kl. 8 í morgun og var til 12, mest allan tímann í hljóðæfingum, ba, fa, ma, pa, bo, fo, mo, po með 4 mismunandi tónum á sérhljóðunum sem koma sjaldnast rétt út úr manni. Brjálað stuð!! Kennarinn talar bara kínversku við okkur svo ég skil ekki helminginn af því sem þeir segja og ég er í byrjendatímum. Það er ekkert verið að gera manni þetta auðvelt fyrir en vonandi þýðir þetta að ég verð orðin altalandi í sumar, hahahaha, bara að grínast. Mér var nú eiginlega allri lokið þegar ég fékk heimaverkefnið að skrifa kínversk tákn, það helltist yfir mig vonleysistilfinning að geta nokkurn tíma lagt þessi tákn á minnið......úff úff.
Sit við hliðina á rosa fínni stelpu sem flutti hingað til Peking í síðustu viku. Hún er frá Suður-Kóreu og er að koma hingað út af því að maðurinn hennar fékk starf hérna. Hún starfaði sjálf sem handritshöfundur fyrir sjónvarpsþætti í Seol og var að skrifa þætti í anda CSI og Law and Order. Fórum og fengum okkur hádegismat og spjölluðum saman um heima og geima og er ég komin með heimboð til hennar í kóreskan heimilismat. Hlakka mikið til, hef aldrei prufað það áður.
Talandi um mat þá fórum við gengið hérna í Komplexnum á veitingastaðinn okkar hérna í hliðargötunni í gærkvöldi og vá hvað það var góður matur sem við fengum. Þetta voru reyndar réttir sem við höfum margoft borðað áður en ég held að flest okkar hafi ekki borðað kínverskan mat í næstum því 2 mánuði og við vorum alveg agndofa yfir því hvað allt var gott. Svona kann maður að meta hlutina uppá nýtt eftir smá pásu. Annars verður þessi veitingastaður fyrsti staðurinn sem ég ætla með alla gestina mína á sem von er á næstu mánuði......allir verða að byrja á því að fá ekta kínverskan mat eins og innfæddir borða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 15:03
Barátta fyrir réttlæti eða bara hrein þrætugirni
Stundum á ég svolítið erfitt með að greina skilin hjá sjálfri mér hvenær ég er að berjast fyrir réttlæti eða er bara að þræta þrætunnar vegna. Þessar aðstæður komu upp í dag þegar ég tók annað brjálæðis/þrætukastið í nýja fína háskólanum mínum. Ég fór sem sagt í dag til þess að fá skólaskírteini og stundatöflu. Ég var ekki fyrr búin að sækja um skólaskírteinið þegar mér var tjáð að ég gæti ekki fengið skólaskírteini þar sem ég væri með skólaskírteini í Pekingháskóla og gæti notað það hjá þeim. Nú jæja mér var svo sem sama og fór á næstu skrifstofu til að fá stundatöflu og framvísaði Pekingháskólaskírteininu mínu eins og mér hafði verið sagt og uppskar í staðinn furðusvip frá starfsmanninum sem vildi fá að sjá BLCU-skírteinið mitt. Þá þykknaði nú í minni og þrammaði ég aftur á skólaskírteinaskrifstofuna staðráðin í því að réttlætinu skyldi verða fullnægt með því að ég fengi skólaskírteini eins og allir hinir nemendurnir. Þetta var ekkert annað en helber mismunun gagnvart mér þar sem ég hafði greitt skólagjöldin eins og allir hinir og þetta var mín sönnun á því að ég væri nemandi í þessum skóla. Ég hóf baráttu mína fyrir skólaskírteininu og heimtaði að fá eh almennileg svör fyrir höfnuninni ekki bara "af því bara svar" Ég var send fram og til baka milli skrifstofa en málið stóð algjörlega fast þeir vildu ekki láta mig fá skírteini og ég vildi ekki gefa mig. Að lokum var mér boðið að fá endurgreidd skólagjöldin. Þá vissi ég að ég var komin að endastöð í málinu því ég hafði lesið á kvittuninni minni fyrir skólagjöldunum að þau væru með öllu óendurkræf hvort sem ég veiktist alvarlega eða eh alvarlegt kæmi uppá í heimalandi mínu. Að lokum sættist ég á að fá skrifaða staðfestingu á því að ég væri nemandi í skólanum og gsm-númerið hjá yfirmanninum á skólaskírteinaskrifstofunni með þeim orðum að ég gæti hringt í hann hvenær sem er ef ég lenti í eh vandræðum með staðfestinguna mína.......Hitti reyndar mjög hressar stelpur á skólaskírteinaskrifstofunni, held að þær hafi bara verið nokkuð hrifnar af æsingnum í mér og voru duglegar að gefa mér ýmis ráð í baráttunni. Önnur var frá Indónesíu og hin frá Hong Kong en er að læra lögfræði í London. Ætla hitta þær aftur við tækifæri til að sýna þeim að ég hef aðrar skemmtilegri hliðar en þrætuhliðarnar.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 13:24
Velheppnuð kvöldstund
Afmælið hans Ryans heppnaðist bara ægilega vel. Við vorum að hittast í fyrsta skipti flest bekkjarsystkinin á þessari önn og voru það fagnaðarfundir. Þessi önn verður þó öðruvísi að því leyti að við munum ekki verða öll saman í tímum þar sem við dreifumst í mismunandi fög og það er ekkert skyldufag þar sem allir eru saman. Svo nú verður mikilvægara að halda hópinn í félagslífinu. Flestir komu með eh matarkyns og kenndi þar ýmissa grasa, Momo og Haolan bjuggu til dumplings eða soðkökur, svo var sushi, ýmsir kjötréttir, einn sem var eins og candyfloss úr svínakjöti, bara nokkuð góður. Eftir að hafa gert veitingunum góð skil skelltu nokkrir sér í póker en mér sýnist á fréttunum heima að það sé með heitari umræðuefnum þessi dægrin. Eftir pókerspilið var kominn tími til að drífa sig í klúbbinn "World of Suzie Wong". Það var mjög gaman þar, góð tónlist, góð blanda af fólki og flottur staður. Ég á pottþétt eftir að fara þangað aftur.
Hér á eftir koma nokkrar myndir frá kvöldinu birtar með góðfúslegu leyfi höfundarins Körlu en ég var ekki í neinu myndartökustuði í gær. Ég leyfi svo bara myndunum að tala sínu máli.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 08:30
Hversdagsleikinn
Síðustu dagar hafa farið í hinar ýmsu útréttingar enda hefur ýmislegt setið á hakanum á þessum tæplega 2ja mánaða tíma sem ég hef verið í burtu. Ég þurfti að skrá mig í skólann á seinni önnina, fara í banka og greiða ýmsa reikninga, versla ýmislegt og annað skemmtilegt. Eitt af því sem þurfti líka að gera var að hreinsa íbúðina en þar sem mér finnst það það leiðinlegasta sem ég geri ákvað ég að dekra svolítið við mig og ráða húshjálp. Ég fékk Ryan vin minn til að hjálpa mér af því að hann talar kínversku. Hann réði þennan litla, sæta kínverska karlmann sem kom hingað og þreif allt hátt og lágt. Hann stóð sig bara alveg ljómandi vel og nú er allt alveg skínandi hreint hjá mér, þvílíkur munur......
Annars er ég að elda núna fyrir afmælið hans Ryans í kvöld, ég ákvað að búa til hrísgrjóna, kjúklinga-og grænmetissalat með karrýi sem ég keypti í Kambódíu. Verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Svo stefnir í fyrsta djamm annarinnar í kvöld, við ætlum að fara í klúbb sem heitir "World of Suzie Wong" en hann á að vera skemmtilegur. Ég er að minnsta kosti farin að hlakka til kvöldsins......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 03:35
Erum við Íslendingar öll eins?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 13:56
Sætur sigur
Ég er nú bara eiginlega svolítið búin á því eftir þennan dag. Byrjaði daginn á að mæta í fyrsta tímann í faginu The Political Economy of Transition in China. Lofar bara nokkuð góðu held ég en þetta er eina fagið sem ég tek þessa önnina. Eftir hádegi var svo háður bardagi við skriffinskuna hérna í Kína. Ég mætti kl. 14 í BLCU, háskólann sem kennir kínverskunámskeiðið sem ég sótti um og þá byrjaði stuðið. Allt í einu var ekki nóg að vera með leyfið frá Pekingháskóla heldur var bara námskeiðið því miður fullt og því stóð mér aðeins til boða að sækja um námskeið sem byrjar eftir mánuð og er í 3 mánuði en ekki 5 eins og ég hafði sótt um. Það var ekkert sérstaklega elskuleg Kolla sem hóf baráttuna við skriffinana. Eiginlega var ég alveg brjáluð, búin að fá nóg að mismunandi svörum og lélegri þjónustu. Lét starfsmennina heyra það og viti menn allt í einu var bara laust pláss á námskeiðinu fyrir mig og Körlu sem hafði einnig sótt um. Við vorum því frekar hamingjusamar eftir að hafa skráð okkur og borgað skólagjöldin rúmlega 16 í dag. Tímarnir byrja svo í næstu viku og þeir sem þekkja til segja að ef maður leggur sig fram á maður að geta bjargað sér nokkuð ágætlega eftir 5 mánaða kennslu. Svo nú er bara að vera dugleg að læra........
Svo fékk ég afhent skólaskírteinið í LSE í dag, það var svolítið skrýtið því allt í einu er London ekkert svo langt í burtu lengur enda líður tíminn frekar hratt. Sýnist á öllu að maður verði bara fluttur til London áður en maður veit af. Verð að fara að huga að húsnæðismálum og öðrum praktískum hlutum fljótlega. Ekki hægt að segja annað en að nóg sé að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 12:05
Flugeldar
Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera skotglöð þjóð þegar kemur að flugeldum. En ég held að Kínverjar eigi þó vinninginn. Síðan að ég aftur til Peking á sunnudaginn hafa sprengingarnar ekki stoppað. Það eru komnir ca 10 dagar síðan nýárið hjá þeim gekk í garð. Mér skilst reyndar að flugeldarnir sem er verið að sprengja núna séu samt ekkert miðað við hvernig þetta var yfir hátíðarnar hjá þeim. En það er kannski ekkert skrýtið að þeir séu sérfræðingarnar í að skjóta upp flugeldum því jú þeir eru einnig aðal framleiðendurnir.
Annars er ég á fullu í að berjast við kínverska skriffinna í menntakerfinu hérna, það kom nefnilega í ljós að ég þarf leyfi frá háskólanum mínum til að læra kínversku í öðrum háskóla. Jamm það er ekki neitt einfalt hérna í Kína. Ég er þó búin að fá loforð frá skólanum mínum um að ég megi læra kínversku í hinum skólanum svo vonandi fæ ég það skriflegt á morgun og get því skráð mig í kínverskuna á morgun því það er síðast sjens. Jamm þótt ég hafi verið mjög tímanlega í því að sækja um þennan kúrs, sótti um 4. janúar hvorki meira né minna þá kom í ljós að þeir taka ekki við rafrænum umsóknum. Hmmm ég tók ekkert eftir því og þeir létu mig heldur aldrei vita. Svolítið spes allt saman en ég vona að þetta gangi upp á morgun. Ef þetta gengur upp þá verð ég í kínverskutímum 4 sinnum í viku frá 8-12. En það veitir ekkert af. því kínverska er nú meira skaðræðismálið.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 04:36
Komin heim!
Æ hvað það er gott að koma heim til sín í allt dótið sitt. Kom heim seint í gærkvöldi frá Hong Kong. Allt gekk vel og er ég ósköp hamingjusöm með ferðina í heild sinni. Hong Kong var skemmtileg borg og full af orku. Endalausir skýjaglúfrar og himnaríki fyrir kaupóða. Skemmtileg stemming í borginni, minnir um margt á New York finnst mér. Ég auðvitað smitaðist af smá verslunaræði í H&M og fjárfesti einnig í myndavél með aðdráttarlinsu svo nú get ég orðið meira up close and personal í myndatökum hér í Peking. Skellti mér líka í bíó í einu af mollunum og sá myndina Flugdrekahlauparinn. Las bókina síðasta sumar og heillaðist alveg eins og flestir aðrir. Mér finnst þetta ótrúlega einlæg og hreinskilin frásögn af vináttu og svo auðvitað var gaman að kynnast Afganistan í gegnum söguna. Myndin fannst mér einnig mjög góð, látlaus en mjög áhrifamikil og lifnuðu persónurnar við á tjaldina á þann hátt að ég var mjög ánægð.
En þá er allt að fara á fullt hérna í Peking, fyrsti fyrirlesturinn á eftir. Hlakka bara svolítið til að byrja í skólanum aftur og hitta bekkjarfélagana. Reyndar fékk ég hlýjar móttökur hjá hr. Manzoni og hr. Gutierrez sem komu í heimsókn í gærkvöldi og fengu sýningu á öllum minjagripunum úr ferðalaginu. Ég er búin að fá nýtt gælunafn hjá þeim, Kolita, er aldrei kölluð annað, þeim finnst greinilega Kolla ekki nógu gott nafn ;-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 13:29
Koh Chang
Buin ad lifa eins og blom i eggi sidustu daga a eyjunni Koh Chang herna i Taelandi. Erum buin ad dvelja hja Dr. David og fjolskyldu en thau reka hotel a eyjunni. Dr. David og fjolskylda eru buin ad dekra vid okkur sidustu daga svo vid erum algjorlega uthvildar. Hann Dr. David er skemmtilegur kall, er med 3 haskolagradur, var valinn af taelenska rikinu til ad laera i Bandarikjunum og er henn med doktorsgradu thadan og er i daglegu tali aldrei kalladur annad en Dr. David. Hann bjo 10 ar i Bandarikjunum og 4 ar i Bretlandi en nu rekur hann 300 gesta hotel med fjolskyldunni sinni. Hann vildi reyndar olmur fa mig og Judith i fjolskylduna, fyrst aetladi hann ad koma okkur saman vid syni syna en hefur sed ad thad yrdi kannski of erfitt ad losa tha vid kaerusturnar sinar og akvad i stadinn bara ad aettleida okkur...... Jamm vid vorum aldrei annad en daetur hans eftir thad. En thau voru alveg otrulega indael vid okkur, vildu allt fyrir okkur gera, budu okkur i mat og voru alltaf ad gefa okkur eh og fengum vid serstakan fjolskylduafslatt a gistingunni. Gott daemi um gestrisni theirra var thegar eg let thau vita ad eg hafdi tynt gleraugnahulstrinu minu og tha for Fru David strax og fann sitt og vildi endilega lata mig hafa hennar i stadinn. Eg thurfti ad neita lengi og akaft adur en thau gafu sig. Jamm ekki amalegt thetta lif, sol, hiti, sjor, risa sundlaug og palmatre, gedveikur matur, frabaert folk og eintom leti vid ad lesa baekur og sola sig. Ekki samt halda ad eg se ordin brun, ehemm.......
Nu er ferdin farin ad styttast i annan endan og erum vid komnar aftur i Bangkok a hotel nalaegt flugvellinum thvi a morgun fljugum vid til Hong Kong. Hrabba vinkona thessi elska fann ut fyrir mig ad thad er H og M a stadnum svo ad eg veit hvad eg verd ad gera.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 01:41
Skemmtilegur dagur
Thad var mjog gaman ad hitta Paul i gaer og upplifa hvernig thad er ad vera heimamadur herna i Bangkok. Vid byrjudum a thvi ad fara ad The Golden Mountain og bidjast fyrir ad taelenskum buddistasid. Mjog ahugavert, kveiktum a kerti, reykelsi, logdum blom fyrir Budda og ad lokum settum vid sma gull a eh styttu. Sidan roltum vid um og fengum okkur svo ekta taelenskan mat a svona heimilislegum veitingastad thar sem ekki var buid ad skreyta allt fyrir okkur turistana. Fengum mjog godan mat og thurftum ad drekka ansi mikid af vatni med. Sidan heldum vid afram ad rolta um og skoda hin ymsu kennileiti borgarinnar og a milli kynnti Paul fyrir okkur ymislegt matarkyns eins og is buinn til ur kokosmjolk og litlar kokur eingongu bunar til ur kokos. Rosa gott. Ad lokum forum vid a bar sem var uppi a thaki og med frabaeru utsyni yfir ana og upplystar byggingar. Thar satum vid fram eftir kvoldi og drukkum kokteila.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)