Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Farið að styttast í annan endann

Búin að borga leiguna fyrir síðustu 3 síðustu mánuðina. Gerði það með svolitlum trega því mér finnst eins og ég sé að yfirgefa Peking eftir nokkra daga. Tíminn er svo svakalega fljótur að líða að það er stundum bara óhuggulegt. Hún passaði líka frekar vel við fyrirsögnin á júní blaði That's Beijing sem fjallar um lífið í Peking en hún var eftirfarandi: "101 Things You Should Do Before Leaving Beijing!!! Jamm ágætis áminning að drífa sig að gera alla hlutina sem maður ætlar að gera áður maður fer........
 
Leit upp úr bókunum í gærkvöldi og fór með Ólöfu frænku og Ómari kærastanum hennar út að borða. Við létum dekra við okkur á veitingastaðnum SALT og fengum okkur 3ja rétta máltíð og var hver rétturinnn öðrum betri. Dásamlegt. Eftir matinn og nokkra kokteila ákváðum við að skella okkur út á lífið og fórum á klúbbinn The World of Suzie Wong. Þar tjúttuðum við um stund, kíktum á fólkið og stigum nokkur dansspor. Virkilega skemmtilegt kvöld. Þegar við komum heim beið mín annað bréf frá uppáhalds nágrannanum mínum, herra Li sem er enn ægilega ósáttur við óhljóðin úr loftkælingartækinu í svefnherberginu. Þakkaði mér samt fyrir að hafa reynt að taka tillit til þeirra en bað mig lengstra orða að nota ekki loftkælinguna heldur bara opna gluggann.....Úff ég ætla að vona að leigusalinn minn fari að kippa þessu í lag svo að bréfasendingunum fari að linna......

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband