Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
23.8.2008 | 06:39
Draumar og væntingar sem hafa ræst á Ólympíuleikunum hérna í Peking
Ég get eiginlega ekkert lýst því almennilega með orðum hvernig það hefur verið að vera hérna í Peking á Ólympíuleikunum og fylgjast með handboltaliðinu okkar. Þetta er svo brjálæðisleg upplifun og eiginlega engu lík. Þeir eru náttúrlega búnir að vera hreint stórkostlegir!! Þvílíkar hetjur!! Tilfinningarnar hjá manni hafa sko sveiflast allt frá því að vera að deyja úr stressi yfir í tæra hamingju. Ég held að það sé alveg á hreinu að ég hef aldrei öskrað jafn mikið í lífinu eins og síðustu daga!! Búið að vera líka fyndið að sjá hvað Kínverjarnir hafa verið undrandi þegar við byrjum að styðja okkar menn. Fyrst glápa þau bara á okkur og vita ekki hvað er að gerast en svo þegar þau eru búin að jafna sig byrja þau að hrópa með okkur "Jia You!! Bing Dao"!!!
Það rifjaðist nú upp fyrir mér bloggfærsla sem ég skrifaði í byrjun sumars og vá hvað hefur allt ræst sem ég óskaði þar!!!:
30.5.2008 | 14:45
Ohhhhhhhhhhh
Ég ætla að vona að íslenska landsliðinu í handbolta takist að vinna leikina sem framundan eru til þess að þeir komist á ólympíuleikana í sumar. Ég hef óbilandi trú á þeim enda fyrir löngu búin að fjárfesta í miðum á úrslitaleikina í handboltanum hérna í ágúst. Svo ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!
Ég ætla nú bara að leyfa nokkrum myndum frá undanúrslitaleiknum í gær að tala sínu máli!!! Er annars á leiðinni niður í bæ til að kíkja hvort við finnum ekki eitthvað sniðugt dót til að skreyta okkur með fyrir morgundaginn!!! ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM ÍÍÍÍSLAAAAND!!!! Vá hvað ég hlakka til :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)