Leita í fréttum mbl.is

Draumar og væntingar sem hafa ræst á Ólympíuleikunum hérna í Peking

Ég get eiginlega ekkert lýst því almennilega með orðum hvernig það hefur verið að vera hérna í Peking á Ólympíuleikunum og fylgjast með handboltaliðinu okkar. Þetta er svo brjálæðisleg upplifun og eiginlega engu lík. Þeir eru náttúrlega búnir að vera hreint stórkostlegir!! Þvílíkar hetjur!! Tilfinningarnar hjá manni hafa sko sveiflast allt frá því að vera að deyja úr stressi yfir í tæra hamingju. Ég held að það sé alveg á hreinu að ég hef aldrei öskrað jafn mikið í lífinu eins og síðustu daga!! Búið að vera líka fyndið að sjá hvað Kínverjarnir hafa verið undrandi þegar við byrjum að styðja okkar menn. Fyrst glápa þau bara á okkur og vita ekki hvað er að gerast en svo þegar þau eru búin að jafna sig byrja þau að hrópa með okkur "Jia You!! Bing Dao"!!!

Það rifjaðist nú upp fyrir mér bloggfærsla sem ég skrifaði í byrjun sumars og vá hvað hefur allt ræst sem ég óskaði þar!!!:

30.5.2008 | 14:45

Ohhhhhhhhhhh

Ég ætla að vona að íslenska landsliðinu í handbolta takist að vinna leikina sem framundan eru til þess að þeir komist á ólympíuleikana í sumar. Ég hef óbilandi trú á þeim enda fyrir löngu búin að fjárfesta í miðum á úrslitaleikina í handboltanum hérna í ágúst. Svo ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!

Ég ætla nú bara að leyfa nokkrum myndum frá undanúrslitaleiknum í gær að tala sínu máli!!! Er annars á leiðinni niður í bæ til að kíkja hvort við finnum ekki eitthvað sniðugt dót til að skreyta okkur með fyrir morgundaginn!!! ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM ÍÍÍÍSLAAAAND!!!! Vá hvað ég hlakka til :-)

P1020614P1020617P1020626P1020638P1020641P1020648P1020650P1020652


Hermannakveðja og hvítir hanskar

Hérna í Peking er maður farinn að finna áþreifanlega fyrir því að stressið út af Ólympíuleikunum er farið að aukast enda styttist óðum í að þeir hefjist. Til að mynda þá eru öryggisverðirnir hérna við húsið mitt farnir að minna ískyggilega á hermenn. Þeir eru nú ávallt klæddir í hvíta hanska og heilsa manni að hermannasið þegar maður gengur framhjá þeim. Ég á svolítið bágt með þetta, held að það sé mjög djúpt á draumum hjá mér um að vera þjóðhöfðingi eða yfirmaður í hernum því ég er næstum því alltaf búin að springa úr hlátri yfir þessum tiktúrum í þeim. Sem betur fer er ég yfirleitt með sólgleraugu og get því bara horft eitthvað annað án þess að þeir sjái. Hins vegar var atvikið sem ég heyrði af í dag ekki alveg eins fyndið. Vinur minn Niccolo og sushi-deitið mitt í kvöld varð að afboða sig því hann hafði farið út fyrir Peking í hellaskoðunarferð og á leiðinni til baka hafði lögreglan stöðvað hann og haldið honum í 2 klukkutíma því að hann var ekki með vegabréfið á sér. Þetta er nú held ég það versta sem ég og bekkjarfélagar mínir höfum lent í hérna. Sýnir manni það að nú er komið að því að maður verður að fara varlega því allt eftirlit með útlendingum er orðið miklu strangara hérna. Svo ég held að það sé kominn tími til að taka ljósrit af vegabréfinu og hafa það á mér það sem eftir er af tíma mínum hérna. Þarf einmitt að skreppa niður í bæ á morgun og er ég nokkuð spennt að sjá hvernig umferðin og mengunin verður eftir að reglurnar um ökubann ca helmings bifreiða tók gildi.

Traustvekjandi?

Ég get ekki sagt að ég fyllist mikilli öryggiskennd þegar ég tek lyftuna hérna heima hjá mér. Ástæðan er þessi:

P1020463P1020464

Fyrst hélt ég að þetta væri grín. Svo hélt ég að þetta hefði verið sett upp í mikilli neyð því að venjulegir öryggissímar hefðu orðið uppseldir hérna í Peking. En nei ekki svo gott því þessir símar eru búnir að vera í báðum lyftunum í margar vikur. Ég veit það ekki, kannski vekur myndin af kanínunni öryggiskennd hjá einhverjum. Get ekki sagt að það gildi um mig. En hvað, að minnst kosti er þetta svona öðruvísi öryggissími en maður sér annarsstaðar í lyftum ;-)


Að kveðja og góðir vinir

Er búin að vera að kveðja fólk alla daga undanfarið. Það eru rosalega margir að fara héðan þessa dagana. Suma á ég aftur eftir að hitta í London eða heima en svo eru það sumir sem eru að flytja til annarra staða hérna í Kína og ég á væntanlega ekki eftir að hitta þá í bráð. Það er alltaf erfitt að kveðja fólk sem eru orðnir góðir vinir eða kunningjar. En það er svo sem þannig að þegar um er að ræða góða vini þá heldur maður sambandi eða smellur saman með þeim þegar maður hittir þá næst. Það er snilldin við góðan vinskap!! Að sama skapi finn ég hvað það er dýrmætt að eiga góða vini heima. Hef átt nokkur góð samtöl heim undanfarið og það er rosalega mikilvægt að finna það alla leið hingað hversu góða vini maður á :-) Meira að segja þótt það sé hringt í mann um miðjar nætur því viðkomandi er aðeins búinn að gleyma því að það er 8 tíma mismunur á milli, hehehehe.....Þrátt fyrir að mér líði ljómandi vel hérna í hitakófinu í Peking er ekki frá því að ég sé farin að hlakka til að koma heim og hitta fjölskyldu og vini......

Jæja

Þá eru síðustu gestirnir mínir farnir heim á leið. Ég á ekki von á fleiri heimsóknum hingað til Peking enda orðið stutt eftir af dvöl minni hér. Tími minn hérna þar til í lok ágúst mun að mestu fara í skrifa lokaritgerðina mína og geri ég því ráð fyrir að bloggfærslur verði frekar stopular næstu vikurnar. Nema eitthvað sérstaklega krassandi gerist hjá mér.....

Ljúfasta helgi

Búin að eiga alveg indæla helgi í félagsskap Helgu og Heiðu. Erum búnar að hafa það svakalega gott og dekra við okkur á alla kanta. Höfum rölt í skemmtilegum búðum, farið út að borða og fengið meðal annars japanskan, tælenskan og persneskan mat. Drukkið kokteila á besta kokteilbar borgarinnar, látið dekra við okkur í marga klukkutíma í spa-inu Bodhi. Sem sagt hin fullkomna helgi í alla staði. Skelltum okkur einnig á markaði borgarinnar og eftir að stelpurnar höfðu eiginlega verið í baklás frá því að þær komu út af ágangi sölumannanna hrukku þær aldeilis i gang í gær og voru svo öflugar að sölufólkið átti sko engan sjens í þær. Einnig vildi svo heppilega til að ég fjárfesti í stærstu ferðatöskunni sem ég fann því eins og þeir sem mig þekkja vita að ég er ótrúlega dugleg að sanka að mér dóti, ehemm og einhvern veginn verð ég að koma því heim í ágúst. Nú jæja þessa forlátu tösku var náttúrlega hægt að nota til að geyma allan varninginn og drógu við hana um alla borg. Ég ekkert að ýkja þegar ég segi að það leit út fyrir að við værum með lík í eftirdragi. Enda kom það á daginn þegar við komum heim að fullorðin manneskja kemst léttilega í hana en hláturskast helgarinnar var þegar Helga gerði sér lítið fyrir og skellti sér í töskuna. Í dag fóru dömurnar svo eldsnemma á Kínamúrinn en ég sat heima í þetta skiptið og ætla að dunda mér í bókum í dag. Að lokum vil ég svo benda á grein eftir mig í ferðablaði Fréttablaðsins sem kom út í gær, um Kambódíu, svona fyrir þá sem hafa áhuga ;-)

Síðustu dagar

Ég er búin að vera að mestu að njóta lífsins með Helgu og Heiðu síðan föstudaginn síðasta svona fyrir utan það að skila eins og einni ritgerð af mér. Við erum búnar að hafa það ljómandi gott. Fara á rúntinn í SanLiTun hverfinu, rölta um, kíkja á hina svakalegu markaði, fara í nudd og fengið okkur gott að borða. Skelltum okkur út á lífið á laugardagskvöldið, fórum að borða á veitingastaðnum SALT og svo kom Ásta og hitti okkar á bar á eftir. Við eyddum sunnudagskvöldinu í að panta indverskan heim og horfa á hina geggjuðu mynd Sex and the City í hinum frábæru kínversku gæðum......Stelpurnar hafa reyndar yfirgefið mig um stund en þær skelltu sér til Yangshuo í Suður Kína og koma aftur á föstudaginn. Í millitíðinni sit ég við skriftir og er loks að byrja á lokaritgerðinni, veitir víst ekki af þar sem tíminn hreint flýgur áfram. Svo maður tali aðeins um veðrið eins og Islendingi sæmir þá hefur það verið svolítið skrýtið undanfarið, almennt mjög heitt, svo kólnar skyndilega seinni partinn og svo skella á þrumur og eldingar með úrhellis rigningu. Það er nauðsynlegt að vera við öllu undirbúin þessa dagana, vera léttklæddur með auka föt ef kólnar og svo auðvitað regnhlífina góðu þegar úrhellið kemur........hljómar kunnuglega eða hvað??

Í tilefni heimsóknar

Helga vinkona og Heiða systir hennar lenda hérna í Peking eftir ca klukkutíma. það verður nú gaman að fá þær í heimsókn og er ég ekki í neinum vafa að við munum skemmta okkur vel. Í tilefni heimsóknarinnar er nú nauðsynlegt að skella einu Duran lagi á síðan að ég og Helga vorum AÐDÁENDUR NR.1.......


17. júní fagnaður

Haldið var upp á þjóðhátíðardaginn í fyrra fallinu í ár en Íslendingafélagið í Peking sló upp veislu í gær. Það var óskaplega hugguleg grillveisla í garðinum hjá Axel og Guðnýju. Boðið var upp á dásamlega góðan grillmat (fyrsta grillið hjá mér í ár) og í eftirrétt voru íslenskar pönnukökur með sykri eða sultu og rjóma. Ægilega þjóðlegt og gott. Það var gaman að hitta alla og spjalla. Ekki var það nú verra þegar tekið var við það að syngja saman svo sem Ísland ögrum skorið og öxar við ánna, þetta var sko alveg tekið alla leið. Svo var auðvitað verið að spá og spekulera í Ólympíuleikunum og ýmsar skemmtilegar hugmyndir reifaðar hvernig við gætum sem best stutt við okkar fólk. Sem sagt í alla staði mjög svo skemmtileg 17. júní hátíð.

Freistandi

Ohhhh já það er nú ansi freistandi að taka hann vin minn Dr. David, sem hringdi í mig í vikunni, á orðinu, pakka niður í tösku og heimsækja hann og fjölskyldu á Koh Chang eyju á Tælandi. Ég meina hverjum langar ekki að eyða tíma á þessum stað.....

P1020296P1020281P1020302P1020315P1020319P1020268


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband