11.6.2008 | 05:05
Víetnamstríðið
Víetnamstríðið hefur verið mér hugleikið síðan að ég heimsótti landið í janúar. Á ferðalaginu mínu las ég einmitt bók sem skrifuð er af víetnamskri konu sem var lítil sveitastelpa í litlu þorpi í Mið-Víetnam þegar stríðið hófst. Hún lýsir því hvaða áhrif stríðið hafði á hana frá því að hún er lítil stelpa í upphafi stríðsins þar til hún er orðin ung kona þegar stríðinu líkur. Ég er líka búin að vera að horfa á nokkrar bíómyndir sem fjalla um stríðið og er allt öðruvísi að horfa á þær eftir að hafa verið þarna í eigin persónu þótt auðvitað sé allt breytt í dag. Ég fór um svæðið sem kallað er Demilitarized Zone og er í Mið-Víetnam. En það var í samningunum eftir Seinni Heimstyrjöldina nánar tiltekið 1954 að Víetnam var skipt í tvennt eftir ánni Ben Hai, í miðju landsins, 5 km löng landamæri eftir ánni báðum megin. Kommúnistarnir voru norðan megin en lýðræðissinnar sunnan megin. Þetta voru landamærin milli landshlutanna allt til 1975 þegar landið var sameinað að nýju. Þetta svæði fór mjög illa út úr stríðinu en svo mikið var sprengt á þessu svæði að í nokkur ár eftir stríðið óx ekkert á svæðinu en vegna uppgræðsluátaks eru nú fjöll og hlíðar skógi vaxið.
Talið er um 30 % af öllum sprengjum sem varpað var á þetta svæði hafi ekki sprungið og frá lokum stríðsins 1975 hafa orðið yfir 10.000 dauðsföll og slys vegna ósprunginna sprengja. Á þessu mikilvæga svæði við landamæri norðursins og suðursins fór stór hluti stríðsins fram og eru miklar minjar um stríðið þarna.
Eitt af því sem mér fannst áhugaverðast á þessu svæði eru Vinh Moc neðanjarðargöngin en þau voru byggð til þess að tryggja þorpsbúum í nágrenninu skjól gegn stríðsógninni. Það var 1966 þegar Ameríkanar juku við sprengjuárásir sínar á þessu svæði sem þeir hófu að byggja göngin.
Þau voru á 3 hæðum og meðal annars var inni í þeim skóli, læknastofur og fæðingarstofa. Að jafnaði bjuggu þar hátt í 600 manns. Hver fjölskylda fékk sinn klefa sem var ekki stærri en venjulegt rúm. Mig minnir að sagt hafi verið að það hafi 17 börn fæðst á þessum tímabili í þessum neðanjarðar hýbýlum.
Það var svo árið 1972 sem þorpsbúar gátu fyrst yfirgefið göngin og byggt upp heimili sín ofanjarðar. Mér finnast stríðsminjar alveg ágætis áminning um stríðsrekstur yfirleitt í heiminum. Bæði þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við og það sem það þarf að ganga í gegnum á tímum stríðs. Jafnframt allar þær hörmungar sem þær leiða af sér fyrir land og þjóð og það sorglega er að oft er ávinningurinn harla lítill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 03:57
Helgin í hnotskurn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 09:16
Hið daglega amstur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2008 | 17:49
Íslenska landsliðið í handbolta á leiðinni til Peking
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 05:42
Farið að styttast í annan endann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 14:45
Ohhhhhhhhhhh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 03:34
Ólympíuleikarnir
Það styttist óðum í ólympíuleikana og er óhætt að segja að það sjáist víða þess merki. Það eru framkvæmdir hreinilega út um alla borg. Búið að skella upp vinnubúðum næstum því á hverju horni. Það er unnið allan sólarhringinn við að lagfæra og laga til, byggja heilu skýjagljúfrana og svona er hægt að telja næstum því endalaust upp. Spennan magnast og fólk er farið að hlakka til að 08.08.08 kl. 8 renni upp. Í júlí byrja þeir svo að reyna að hemja umferðarþungann með því að bílnúmer með oddatölu keyra annan daginn og þau með sléttu númerin fá svo að bruna um hinn daginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta á eftir að ganga en ef þú ert gripinn á röngum degi þýðir það að þú færð ekki að keyra í nokkrar vikur á eftir svo mikið er í húfi. Þeir sem eiga næga peninga hafa hins vegar fundið lausn á málinu, það er bara að eiga einn bíl með sléttri tölu og annan með oddatölu.......Læt annars fylgja með nokkrar myndir af helstu mannvirkjunum sem hafa verið byggð í tilefni leikanna. Alveg magnaðar byggingar!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 13:33
It is hot in the city
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 14:38
Í fréttum er þetta helst
Lífið gengur hér sinn vanagang, hörmungarnar í Sichuan héraði hafi litað allt lífið hér, fjölmiðlar sýna frá svæðinu allan daginn og fólk er að fylgjast með hvar sem maður fer, hvort sem það er í leikfiminni, út í búð eða í hreinsuninni. Fólk er mjög slegið og er verið að safna peningum fyrir fórnarlömbin á mjög mörgum stöðum, t.d. með sjónvarpssöfnun, á netinu og m.a.s. í skólanum mínum. Maður finnur hvað þessir atburðir hafa þjappað fólki saman og allir virðast vilja leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa þeim sem urðu fyrir þessum skelfilegu náttúruhamförum.
Ég byrjaði í nýju vinnunni minni í vikunni, er komin í hlutastarf hjá kínversku tölvufyrirtæki sem heitir Chinasoft. Starfið mitt felst í því að lesa yfir íslenskar þýðingar í hugbúnaði fyrir nokiasíma. Fékk starfið í gegnum íslenskan strák sem var að flytja heim og arfleiddi mig að starfinu sínu. Mér fannst þetta tilvalið tækifæri til að kynnast fleiri Kínverjum og ekki er verra að fá smá auka pening fátækur námsmaðurinn! Ég á nú bara að mæta annað slagið þegar þeir þurfa á að halda en ég fékk að heyra það að við Íslendingarnir værum mjög vinsæl því við erum svo fá hérna í Peking og þau því fegin að ná að ráða einhvern frá Íslandi. Ég var að vinna með kínverskri stelpu sem hafði kíkt á upplýsingar um Ísland á netinu daginn áður og leist mjög vel á. Sérstaklega fannst henni áhugvert hvað við erum fá og hvað lífið virðist vera þægilegt á Íslandi. Hún hafði jafnvel áhuga á að flytjast búferlum því hana langar að búa í fámennu og litlu landi en ég sagði henni að það myndi ekki þýða fyrir hana að tala kínversku á Íslandi svo hún ætlar að vera dugleg að æfa sig í ensku.....amk svona til að byrja með.
Annars er næsta gestahollið mitt mætt á staðinn, bróðurdóttir mín og unnusti hennar. Þau ætla að vera hérna í um 2 vikur að njóta þess sem Peking hefur upp á að bjóða. Við byrjuðum náttúrulega á því að fá okkur kínverskan kvöldmat og féll hann bara vel í kramið svona þegar þau voru búin að taka prjónana í sátt ;-) Þeim fannst líka alveg magnað að fá fínan kvöldmat fyrir þrjá samtals fyrir 670 ÍSK.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)