Leita í fréttum mbl.is

Hið daglega amstur

Jæja þá eru gestirnir flognir á braut og lífið dettur í sinn vanagang hjá mér. Nú er það lærdómurinn sem hefur tekið öll völd og býst ég við að ég sitji við skriftir stóran hluta af sumarinu og er megin stúdían svæðahyggja í Austur Asíu. Mjög ánægð með rannsóknarefnið enda langar mig virkilega til að kafa dýpra í fræði sem tengjast þessum heimshluta, finnst hann mjög svo hrífandi. Annars er nú lítið að frétta enda býst ég við að dunda mér mest við lestur og skriftir þar til Helga vinkona og Heiða systir hennar koma eftir miðjan júní en það verður nú gaman að fá þær systur hingað. Það er líka farið að þynnast í hópi bekkjarélagana en sumir eru bara á lokametrunum hérna og ætla heim til sín í sumar. Svolítið skrýtið að vera farin að kveðja fólk sem maður hefur upplifað súrt og sætt með hérna síðan við komum og á ekki eftir að sjá aftur fyrr en í haust. En auðvitað eru hér nokkrir sem ætla að vera á Ólympíuleikunum svo maður verður ekkert of einmanna. En jæja best að drífa sig í lesturinn ;-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Ólafsdóttir

hahahaha já það segiru satt!!

Kolbrún Ólafsdóttir, 9.6.2008 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband