Leita í fréttum mbl.is

Ólympíuleikarnir

Það styttist óðum í ólympíuleikana og er óhætt að segja að það sjáist víða þess merki. Það eru framkvæmdir hreinilega út um alla borg. Búið að skella upp vinnubúðum næstum því á hverju horni. Það er unnið allan sólarhringinn við að lagfæra og laga til, byggja heilu skýjagljúfrana og svona er hægt að telja næstum því endalaust upp. Spennan magnast og fólk er farið að hlakka til að 08.08.08 kl. 8 renni upp. Í júlí byrja þeir svo að reyna að hemja umferðarþungann með því að bílnúmer með oddatölu keyra annan daginn og þau með sléttu númerin fá svo að bruna um hinn daginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta á eftir að ganga en ef þú ert gripinn á röngum degi þýðir það að þú færð ekki að keyra í nokkrar vikur á eftir svo mikið er í húfi. Þeir sem eiga næga peninga hafa hins vegar fundið lausn á málinu, það er bara að eiga einn bíl með sléttri tölu og annan með oddatölu.......Læt annars fylgja með nokkrar myndir af helstu mannvirkjunum sem hafa verið byggð í tilefni leikanna. Alveg magnaðar byggingar!!

 IMG_0358IMG_0332IMG_0340IMG_0370


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakaleg þessi sem er eins og ólympíukyndillinn! Algjör snilld.

Margrét Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband