19.5.2008 | 04:41
Þriggja daga þjóðarsorg vegna náttúruhamfaranna í Sichuan héraði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2008 | 13:20
The Great Wall of China
Bloggar | Breytt 19.5.2008 kl. 04:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 08:33
Samtal í lyftunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 08:01
Sorglegir tímar
Það er búið að vera ótrúlega sorglegt að fylgjast með fréttum af atburðunum í Sichuan í gær og í dag. Enskumælandi sjónvarpsstöðin CCTV9 er búin að vera með stöðugar fréttir af því hvernig gengur að koma þeim stöðum til hjálpar sem verst urðu úti í skjálftanum. Það er átakanlegt að sjá hversu mikil eyðilegging er og hversu margir eru látnir. Erfiðast er að hugsa til þeirra sem eru grafnir í rústunum enn lifandi en vonandi eiga sem flestir eftir að finnast á lífi sem fyrst. Eftir að hafa fylgst með fréttum finnst mér stjórnvöld hér hafa tekið á málum með festu og einlægni. Wen Jiabao, forsætisráðherra er búinn að fara um Sichuan hérað á þeim svæðum sem verst urðu úti, hann hefur hvatt alla björgunarmennina áfram og reynt að hugga þá sem eiga sárt um að binda vegna ástvinamissi og reynt að fullvissa þá um að stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja þeim mat og annað öryggi. Stjórnvöld hafa líka þakkað kærlega fyrir alla aðstoð sem önnur lönd hafa boðið þeim, svo sem frá Bandaríkjunum, Japan og Suður-Kóreu. Það er líka alveg ömurlegt að heyra hversu veðrið er slæmt á þessum slóðum meðan að veðrið t.d. hér í Peking hefur verið alveg ágætt. Nú eru rúmlega 48 tímar síðan að skjálftinn varð og skiptir því sköpum fyrir björgunarliðið að hafa hraðar hendur og er því hugur manns hjá þeim. Þessar hörmungar hafa einnig leitt hugann að eins barna stefnu Kína sem sett var í gagnið til að hamla gegn fólksfjölgun í heiminum. Það eru margir foreldrar sem hafa misst eina barnið sitt og mörg börn sem hafa misst foreldra sína og eiga engin systkini til að halla sér að. Afskaplega dapurlegt að sjá myndir af öllum þeim börnum sem eru orðin að munaðarleysingjum vegna þessara atburða.
Ég fór í gær með vinum mínum út að borða. Það var gott að hitta þau og spjalla m.a. um þessa atburði. Oscar sem býr á 18. hæð í blokkinni á móti mér var líka heima þegar skjálftinn varð og hann upplifði þetta með líkum hætti og ég að eh væri að koma fyrir hann eða þangað til Ryan herbergisfélagi hans kom hlaupandi inn til hans og sagði honum að það væri byggingin sem hreyfðist og hann vildi komast út með hraði svo þeir hlupu niður stigana í einum spretti. Já greinilega mismunandi viðbrögð hjá okkur félögunum. Annars virðast flestir aðrir vinir mínir úr bekknum ekki fundið fyrir skjálftanum en þau voru ýmist úti eða í lágum byggingum.
Að lokum vil ég svo þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar sem hafa borist að heiman, gott að vita af öllu þessu góða fólki sem maður á að :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 08:05
Jarðskjálfti
Ekkert sérstaklega góð tilfinning að sitja inni í stofu í íbúð á 16. hæð sem ruggaði. Áttaði mig ekki alveg strax á hvað væri í gangi, hélt fyrst að ég ruggaði bara en áttaði mig svo á því að allt húsið ruggaði. Leið nú ekkert sérstaklega vel og svolítið skelkuð velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Fannst ekkert voðalega huggulegt tilhugsun að taka lyftuna niður og ekki heldur að hlaupa niður stigana. Svo var ég ekki alveg viss um hvað væri að gerast því að almennt hristist allt í jarðskjálfta að ég hélt en ruggaði ekki, ekki það að ég hafi oft upplifað jarðskjálfta.....Ákvað að bíða og sjá hvað myndi gerast, frekar fegin að Íris og Dóri voru lögð af stað heim, en síðan að þetta gerðist hefur allt verið rólegt!!! Ég las svo fréttir af jarðskjálftanum fyrst á www.mbl.is en nokkru síðar komu þær á CCTV9 enskumælandi sjónvarpsstöðinni.......Enn eru litlar fréttir af meiðslum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum. Er að bíða eftir fréttum af Tönju vinkonu minni en hún er um þessar mundir heima hjá foreldrum sínum í Sichuan héraði en þar áttu upptök jarðskjálftans sér stað. Fréttir segja að símakerfið í héraðinu hafi sumsstaðar hrunið svo erfitt er að ná í fólk á þessum slóðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2008 | 05:19
Svolítið döpur í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 15:23
Lögregluheimsókn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 06:25
Og ljúfa lífið heldur áfram!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 15:31
Múrinn magnaði
Ég og Haffi drifum okkur eftir áður gerðum plönum á Kínamúrinn, þ.e. hluta af honum sem kallaður er Simatai og var áætlunin okkar sú að ganga að öðrum hluta múrsins sem heitir Jinshanling. Það á að vera ca 10 KM ganga á múrnum sjálfum. Þetta er hluti af múrnum sem er nokkuð afskekktur og oft kallaður vilti hluti múrsins, jafnframt er hann að mestu í upprunalegu horfi. Við höfðum leigt bíl og átti hann að sækja okkur heim að dyrum kl. 9. Við mættum á slaginu 9 út tilbúin í slaginn. Við fundum nú ekki bílinn strax og vorum eitthvað að vandræðast út á plani að skima eftir bílnum. Ekki var að spyrja að því að um leið dreif að "einkareknir" leigubílstjórar sem endilega vildu bjóða fram þjónustu sína. Við vorum nú ekki alveg tilbúin í það. Einnig var einn vörðurinn ægilega spenntur fyrir myndavélinni minni og vildi líka endilega taka mynd af okkur á símann sinn. Eitthvað sem við vildum gjarna endurgjalda í sömu mynt.
Að lokum eftir nokkur símtöl og hjálp frá vini okkar hér að ofan náðum við saman með bílstjóranum okkar. Ég get ekki sagt að við höfum verið mjög upprifin yfir kagganum sem við fengum. Ekki skánaði álit okkar þegar hann fór af stað en án nokkurra ýkja þá hökkti hann hreinlega í gegnum Peking. Okkur leist nú ekki alveg á blikuna en á sama tíma fannst okkur þetta frekar fyndið. Þegar við vorum búin að keyra í ca klst. komum við að vegatollahliði og þá kárnaði nú gamanið fyrir alvöru því að bílstjórinn kom ekki bílnum aftur í gír hvernig sem hann reyndi. Hann tók á það ráð að fá vegatollsstarfsmennina til að ýta bílnum út í kant á planinu (nb. með okkur inni í honum) og fór hann að hringja út í allar áttir.
Ekkert gekk og þótt einhverjir menn hafi komið og hjálpað honum að ýta bílnum og Haffi reyndi líka sitt besta til að koma bílnum í gír gekk þetta ekki neitt. Að lokum var ákveðið að senda annan bíl af stað til að taka við. Hjá okkur tók við bið sem við máttum illa við vegna annarra plana sem við áttum í Peking seinni part dagsins. En það var ekkert hægt annað í stöðunni heldur en að bíða.......
Að lokum kom hinn bíllinn eftir næstum því 2ja tíma bið. Þegar í þann bílinn var komið fengum við eiginlega annað hláturskast því að bílstjórinn spilaði einhverja brjálaða kínverska techno-tónlist og datt líklega ekki annað í hug heldur en að við værum líka algjörir aðdáendur. Að lokum tók nú ferðin enda eins og gerist nú yfirleitt. Við skelltum bakpokunum á okkur og hófum ferðina. Múrinn á þessum slóðum er ansi hátt uppi svo við tókum kláf áleiðis upp fjallið.
Vorum alveg guðslifandi fegin að hafa ekki lent í vagni númer 13 enda búin að fá meira en nóg af óheppni þennan daginn. Gangan upp á múrinn var ansi brött og á leiðinni rákumst við á stórann hóp af Kínverjum sem ég hélt að væri bara í picnic og var því afskaplega vingjarnleg þegar ég gekk framhjá þeim og heilsaði þeim með virktum og stóru brosi. Kolla klára því að í staðinn sátum við uppi með tvær afar uppáþrengjandi kerlur sem ætluðu sér aldeilis stóra hluti við að hafa af okkur peninga. Þær sem sagt viku varla frá okkur. Þrátt fyrir það og puðið við að labba upp nutum við þess út í ystu æsar að vera þarna í náttúrunni og fuglasöng.
Vegna tafarinnar út af bíldruslunni gátum við ekki gengið alla leiðina sem við vildum vegna tímarammans þennan daginn og gengum því bara hluta af múrnum. En þetta var hreint út sagt stórkostleg upplifun. Það var svo ótrúlega magnað að vera á þessum sögulega stað í frábæru veðri og varla nokkur ferðamaður á stjá. Við áttum staðinn að mestu út af fyrir okkur (fyrir utan kerlurnar náttúrulega) og einstaka eðlu sem skaust um eða skokkandi íkorna. Ég alveg endurnærðist á að komast svona út í náttúruna.
Eftir þessa stórkostlegu upplifun lá leiðin aftur til Peking og verð ég að segja að ég var nokkuð stressuð yfir að komast lifandi til baka því bílstjórinn okkar var bara glanni. Það var amk 2var sinnum sem ekki mátti muna miklu að við hefðum skollið á bíla sem voru að koma úr gagnstæðri átt. Þegar við vorum búin að sinna erindunum í borginni hittum við nokkra vini í Pekinga-andarveislu. Frábær endir á frábærum degi. Og það er engin spurning um að ég á eftir að fara þarna aftur því að ég ÆTLA mér að ganga þessa leið sem því miður tókst ekki í þetta skiptið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 13:50
Ævintýri síðustu daga
Það er óhætt að segja að síðustu dagar séu búnir að vera viðburðaríkir og eiginlega er ég meira og minna búin að vera í hláturskasti undanfarna daga. Þetta hófst með því að Hafsteinn fyrrverandi vinnufélagi minn mætti hérna á svæðið í heimsókn. Það er búið að ganga á ýmsu hjá honum síðan og ætla ég nú svo sem ekkert að fara mikið nánar út í þá sálma. Rétt að stikla á stóru þar sem við lentum í nokkrum fyndnum atvikum. Það hefur margt skemmtilegt verið gert undanfarna daga. Við mættum í "surprise" partýið sem haldið var til heiðurs Gonzo vini mínum á laugardagskvöldið og komum við klyfjuð íslenskum osti, nammi og góðri Tópasskotflösku sem Hrabba vinkona var svo elskuleg að skilja hérna eftir. Ekki er hægt að segja annað en hið íslenska góðgæti hafi slegið í gegn og er enn verið að tala um þennan görótta drykk frá Íslandi.
Reyndar beiluðum við stuðboltarnir á frekara djamm og enduðum á því að stela restinu af íslenska namminu og yfirgáfum partýið. Gláptum svo bara á bíómyndir og fengum okkur popp og kók. Segir kannski eitthvað til um aldurinn, ehemm.......
Það sem við gerðum svo m.a. annars var að fara í listahverfið 798, svo kíktum við á Silkimarkaðinn þar sem enn er hægt að gera góð kaup þótt maður finni fyrir því að verðið er farið að hækka enda styttist óðum í ólympíuleikana. Við fjárfestum bæði í forlátum silkisloppum sem við vorum búin að reyna að prútta lengi niður í einum sölubásnum en sölumennirnir voru ansi tregir svo við færðum okkur um set. Þar gekk okkur mun betur að ná góðu verði og ákváðum við að labba framhjá hinum sölubásnum til að sýna hvað þeir höfðu misst af góðum kaupum. Eitthvað æptu þau á okkur sem ég var nú ekkert að hlusta mikið á. Haffi hins vegar fór eitthvað að tala um að kannski væru þetta nú sloppar úr pólýester. Ég hélt nú ekki. Svo þegar við komum heim og tókum hróðug upp pakkana kom í ljós að við sátum uppi með pólýester sloppa. Ég átti nú bara ekki til orð yfir að hafa verið plötuð svona herfilega og móðgaðist mjög. Við ákváðum að fá Tönju tutor með okkur í lið og fórum aftur daginn eftir. Á leiðinni niður í bæ var ég að æsa sjálfa mig upp til að vera tilbúin í slaginn en Tanja sagði að best væri að fara nota þá aðferð að láta sem þau hefðu gert mistök svo að sölumennirnir gætu haldið andliti sem er afar mikilvægt hér á landi. Það plan gekk svona ljómandi vel upp og fengum við réttu sloppana, þurftum reyndar að borga aðeins meira, og gátu allir verið ánægðir með sitt.....
Eftir silkimarkaðsævintýrið fórum við á "The Bookworm" og þar á eftir á tónleika sem Tanja bauð okkur Haffa með sér á. Tónleikarnir voru með einni að Idolstjörnum Kínverja, ein af svokölluðum "The Supergirls". Þetta var mjög skemmtileg upplifun og mikið stuð. Læt myndirnar hér að neðan lýsa þessu nánar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)