Leita í fréttum mbl.is

Þriggja daga þjóðarsorg vegna náttúruhamfaranna í Sichuan héraði

0013729e4771099b4a13150013729e4518099afe5c0fP200805190953091156940632P20080519095449477031065100096bb163c30999e28f19

0013729ece6b09988f9306001320d12393099a66ce1500096bb163c30999d6281400096bb163c30999d67b15P200805190952334899145172P20080519095704277568551900096bb163c3099a08b22200096bb163c30999ea121b

 

Myndirnar voru teknar af kínverskum fréttavefum. 


The Great Wall of China

Já ég bara verð að játa það að ég er gjörsamlega heilluð af múrnum og gæti þess vegna farið þangað í hverri viku. Ég fór með Írisi systir og Halldóri mági mínum þegar þau voru hjá mér og þetta var algjör snilldarferð. Við fórum á hluta af múrnum sem kallaður er Mutianyu. Þegar ég var að græja bíl til að keyra okkur á staðinn ætlaði ég nú að sniðganga fyrirtækið sem ég og Haffi réðum til starfans en þar sem engin önnur fyrirtæki létu svo lítið sem að svara símanum hafði ég ekki um marga kosti að velja. Verð nú að viðurkenna að mér brá nú nokkuð þegar við komum út um morguninn að sjá að sama lúxuskerran beið okkar og sú sem hrundi niður í miðju ferðalaginu okkar Haffa. En jæja létum okkur nú bara hafa það og gekk ferðin bara nokkuð ljúflega að Mutianyu.
 IMG_0230IMG_0232IMG_0244IMG_0245
Við fórum upp að múrnum í kláf og gengum svo múrinn í geðveiku veðri og ferðamennirnir voru ekkert það margir að það truflaði mann við að njóta náttúrunnar og þessarar sérstöku Kínamúrsstemmingu. Og þvílík fegurð, algjör upplifun.
IMG_0247IMG_0397
Eftir að hafa rölt dágóða stund á múrnum ákváðum vð að fara að drífa okkur niður og í staðinn fyrir að taka kláfinn fórum við í einhvers konar sleða niður rennibraut. Hrikalega gaman og alveg frábær hugmynd. Miklu skemmtilegra að renna sér niður fjallið heldur en að fara í kláf niður.
IMG_0418
Nú þegar niður var komið héldum við heim á leið enda ætluðum við að skoða ýmislegt í Peking. Það verður nú víst að viðurkennast að bifreiðin var nú eitthvað farin að gefa merki um að ekki væri allt í lagi. Brúnin á Dóra var farin að síga ískyggilega og sagðist hann vera viss um að hægra hjólið að framan væri að losna undan bílnum. Hann hafði minna en lítinn húmor fyrir sparnaðarátakinu mínu, sérstaklega þegar ég sagði honum að fyrir auka 3.000 ÍSK hefðum við getað fengið lúxusbíl. Enn minni húmor hafði hann fyrir fyndni minni þegar voru farin að heyrast einhver undarleg hljóð í bremsunum og ég reyndi að sannfæra þau hjón um að það væri nú ekki aldeilis slæmt að vera í svona adrenalínferð!!! Síðustu metrana á hraðbrautinni til Peking var bílstjórinn hættur að bremsa og notaðist bara við handbremsuna. Ég var líka hætt að reyna að sannfæra systur mína og mág að þetta væri bara fyndið.......
IMG_0458
Nú að lokum komumst við á leiðarenda og ég er nú búin að taka þá ákvörðun að ráða ekki þetta fyrirtæki aftur til að keyra mig eða gesti mína. Þau hafa ábyggilega verið mjög undrandi að heyra í mér eftir fyrra skiptið því ég veit ekki hvað þau sögðu oft við mig í ferðinni hvað þau væru ánægð með að ég hefði ráðið þau aftur til þess að keyra mig og mína að Kínamúrnum.......

Samtal í lyftunni

Ég hitti stundum í lyftunni kínverska fjölskyldu sem býr fyrir ofan mig. Þau tala ensku svo við getum átt í nokkuð góðum samræðum. Þau eru afskaplega forvitin um mig og alveg óhrædd að spyrja spurninga. Ég hitti þau í lyftunni eitt kvöldið í vikunni þegar ég hafði skroppið út eftir pizzu í kvöldmatinn. Frúin var búin að horfa svolítið lengi á pizzakassann þegar hún spurði mig hvort ég væri með pizzu, jú jú ég játti því. Þá brosti hún lítillega og sagði jæja líkar þér ekki kínverskur matur?? Ha jú jú var ég fljót að svara til en kannski ekki alveg á hverjum degi sko sagði ég vandræðalega. Nú jæja sagði hún og það vottaði fyrir vandlætingarsvip en segðu mér eldar þú sjálf?? Já sagði ég og við það léttist nú aðeins brúnin á frúnni.......og ég gat yfirgefið lyftuna án þess að hafa þá tilfinningu að ég hefði móðgað þau of mikið.......

Sorglegir tímar

Það er búið að vera ótrúlega sorglegt að fylgjast með fréttum af atburðunum í Sichuan í gær og í dag. Enskumælandi sjónvarpsstöðin CCTV9 er búin að vera með stöðugar fréttir af því hvernig gengur að koma þeim stöðum til hjálpar sem verst urðu úti í skjálftanum. Það er átakanlegt að sjá hversu mikil eyðilegging er og hversu margir eru látnir. Erfiðast er að hugsa til þeirra sem eru grafnir í rústunum enn lifandi en vonandi eiga sem flestir eftir að finnast á lífi sem fyrst. Eftir að hafa fylgst með fréttum finnst mér stjórnvöld hér hafa tekið á málum með festu og einlægni. Wen Jiabao, forsætisráðherra er búinn að fara um Sichuan hérað á þeim svæðum sem verst urðu úti, hann hefur hvatt alla björgunarmennina áfram og reynt að hugga þá sem eiga sárt um að binda vegna ástvinamissi og reynt að fullvissa þá um að stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja þeim mat og annað öryggi. Stjórnvöld hafa líka þakkað kærlega fyrir alla aðstoð sem önnur lönd hafa boðið þeim, svo sem frá Bandaríkjunum, Japan og Suður-Kóreu. Það er líka alveg ömurlegt að heyra hversu veðrið er slæmt á þessum slóðum meðan að veðrið t.d. hér í Peking hefur verið alveg ágætt. Nú eru rúmlega 48 tímar síðan að skjálftinn varð og skiptir því sköpum fyrir björgunarliðið að hafa hraðar hendur og er því hugur manns hjá þeim. Þessar hörmungar hafa einnig leitt hugann að eins barna stefnu Kína sem sett var í gagnið til að hamla gegn fólksfjölgun í heiminum. Það eru margir foreldrar sem hafa misst eina barnið sitt og mörg börn sem hafa misst foreldra sína og eiga engin systkini til að halla sér að. Afskaplega dapurlegt að sjá myndir af öllum þeim börnum sem eru orðin að munaðarleysingjum vegna þessara atburða.

Ég fór í gær með vinum mínum út að borða. Það var gott að hitta þau og spjalla m.a. um þessa atburði. Oscar sem býr á 18. hæð í blokkinni á móti mér var líka heima þegar skjálftinn varð og hann upplifði þetta með líkum hætti og ég að eh væri að koma fyrir hann eða þangað til Ryan herbergisfélagi hans kom hlaupandi inn til hans og sagði honum að það væri byggingin sem hreyfðist og hann vildi komast út með hraði svo þeir hlupu niður stigana í einum spretti. Já greinilega mismunandi viðbrögð hjá okkur félögunum. Annars virðast flestir aðrir vinir mínir úr bekknum ekki fundið fyrir skjálftanum en þau voru ýmist úti eða í lágum byggingum.

Að lokum vil ég svo þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar sem hafa borist að heiman, gott að vita af öllu þessu góða fólki sem maður á að :-)


Jarðskjálfti

Ekkert sérstaklega góð tilfinning að sitja inni í stofu í íbúð á 16. hæð sem ruggaði. Áttaði mig ekki alveg strax á hvað væri í gangi, hélt fyrst að ég ruggaði bara en áttaði mig svo á því að allt húsið ruggaði. Leið nú ekkert sérstaklega vel og svolítið skelkuð velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Fannst ekkert voðalega huggulegt tilhugsun að taka lyftuna niður og ekki heldur að hlaupa niður stigana. Svo var ég ekki alveg viss um hvað væri að gerast því að almennt hristist allt í jarðskjálfta að ég hélt en ruggaði ekki, ekki það að ég hafi oft upplifað jarðskjálfta.....Ákvað að bíða og sjá hvað myndi gerast, frekar fegin að Íris og Dóri voru lögð af stað heim, en síðan að þetta gerðist hefur allt verið rólegt!!!  Ég las svo fréttir af jarðskjálftanum fyrst á www.mbl.is en nokkru síðar komu þær á CCTV9 enskumælandi sjónvarpsstöðinni.......Enn eru litlar fréttir af meiðslum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum. Er að bíða eftir fréttum af Tönju vinkonu minni en hún er um þessar mundir heima hjá foreldrum sínum í Sichuan héraði en þar áttu upptök jarðskjálftans sér stað. Fréttir segja að símakerfið í héraðinu hafi sumsstaðar hrunið svo erfitt er að ná í fólk á þessum slóðum.


Svolítið döpur í dag

Það er ekki laust við að það dimmdi aðeins yfir í dag þegar Íris systir og Halldór mágur yfirgáfu svæðið í morgun. Það er búið að vera rosa gaman hjá okkur síðan þau komu fyrir 11 dögum síðan. Við erum búin að gera ansi margt og fjölbreytt á þessum tíma. Peking skartar sínu fegursta þessa dagana og er búið að vera að mestu yndislegt veður, 25 til 30 stiga hiti. Það er búið að fara á sögulegar slóðir, út í náttúruna, á hina alræmdu markaði borgarinnar (Halldór útskrifaður með láði í prúttinu), til Toby klæðskera, á fullt af veitingastöðum frá öllum heimshornum og er ekki annað hægt að segja en að við höfum verið ævintýraleg í vali okkar á réttum. Við skelltum okkur á fimleikasýningu og sáum þar m.a. atriði sem var svo magnað í einfaldleika sínum. Tveir karlmenn sem sýndu fáránlega flott atriði, ekkert skraut eða eh annað sem dró athyglina frá krafti þeirra og liðugleika, ótrúlegt hvað sumt fólk getur...... Já þetta er búið að vera frábær tíma þar sem við erum búin að njóta lífsins út í ystu æsar og notið þess sem Peking hefur uppá að bjóða. Ég er ekki frá því að nuddið og annað dekur sem spa-ið Bodhi býður uppá hafi slegið í gegn og vona ég að systir mín og mágur komi úthvíld til baka en ekki veitir af þar sem tvö börn bíða ansi spennt eftir þeim heima......Ég hins vegar sný mér að bókunum en ég er búin að skipuleggja vinnuna hjá mér þannig að hún fari aðallega fram þegar hitinn hér fer yfir þolmörk mín en mér skilst að ekki sé óalgengt að hitinn fari oft yfir 40 stiga hita í júlí og ágúst, úff úff............

Lögregluheimsókn

Það hefur verið mikið rætt undanfarið í kringum mig um visamál og lögguna. Fréttir hafa til að mynda borist um að það eigi að henda úr landi öllum stúdentum fyrir ólympíuleikana. Svo fór ég einnig heyra að löggan væri farin að banka upp á hjá fólki til að tékka hvort það væri með allar skráningar í lagi og að jafnframt að það þyrfti að skrá alla gesti sem maður fengi hjá lögreglunni. Mér fannst það nú einum of mikið af því góða af skriffinsku og sleppti því nú algjörlega þegar mínir gestir komu hingað. Heldur mikið að eyða kannski hálfum degi í að skrá fólk hjá löggunni sem ætlaði að vera hérna í nokkra daga. Ákvað að ef ég yrði böstuð myndi ég bara ekki þykjast vita betur og síðan myndi ég bara skrá gestina. Gott plan sem sagt sem hafði gengið alveg ágætlega upp hingað til. Ég var reyndar ekkert að svara dyrabjöllunni ef ég átti ekki von á neinum svona til að koma í veg fyrir óþarfa óþægindi. Hafði hins vegar gleymt að láta Írisi systir vita af þessu plani mínu svo að þegar dyrabjallan hringdi og ég var ekkert að svara henni kallaði Íris nokkuð hátt úr stofunni að það væri einhver að hringja dyrabjöllunni. Svo ég hafði nú ekki annarra kosta völ en að svara. Ég vinsamlegast bað Írisi og Halldór að fara inn í herbergi og hafa hljótt. Svo opnaði ég hurðina í náttslopp og með hárið upp í loftið, sem sagt mjög smart og með frekar pirraðan svip. Ég var beðin um gögn sem sönnuðu að ég væri með dvalarleyfi í landinu sem og skráð hjá löggunni. þetta gat ég allt sýnt þeim skilmerkilega og svo var ég spurð að því hvort fleiri byggju í íbúðinni. Nei svaraði ég til, ég bý hér alein og var ekkert að segja þeim frá gestunum inni í herbergi og hugsaði með sjálfri mér að þeir byggju ekki hérna, væru bara í heimsókn svo þeir féllu ekki undir spurningar löggunnar. Nú jæja skömmu síðar fóru Íris og Dóri út en komu upp nokkrum mínútum síðar föl á vangann og sögðu að löggan væri niðri í andyri að spyrja fólk um skilríki. Við biðum í smá stund og fórum svo út og sáum að löggan hafði fært sig um set svo við gátum læðst í leigubíl án þess að þeir tækju eftir okkur og vorum agalega ánægð með okkur. Svo héldum við bara að við værum laus allra mála og gátum andað léttar. En nei nei ekki svo gott. Í morgun þegar við vorum að labba út gengum við beint í flasið á löggunni. Það dugði ekki einu sinni til að það var hringt akkúrat í mig á sama tíma og ég þóttist vera mjög niðursokkin í spjall í símann. Við vorum vinsamlegast beðin um að stoppa og gera grein fyrir okkur og gefa það upp í hvaða íbúð við byggjum. Ég svaraði því skilmerkilega og sagði að Íris og Dóri væru bara í heimsókn. Svarið sem ég fékk var eftirfarandi: Já eruð þið frá Íslandi, jæja takk kærlega fyrir og eigið góðan dag.......

Og ljúfa lífið heldur áfram!

Það urðu vaktaskipti í gestaherberginu mínu í vikunni. Haffi fór á þriðjudaginn og á miðvikudaginn komu Íris systir og Dóri mágur. Ég rétt náði að undirbúa komu þeirra svona í stærstu atriðunum. Það er alveg afskaplega gaman að að fá gesti að heiman, til að geta sýnt þeim allt hérna og upplifað með þeim allt þetta sem er svo öðruvísi og spennandi við Peking miðað við heima. Við erum búin að gera ýmislegt síðan þau komu. Fara á veitingastað hérna í nágrenninu og fá ekta kínverskan mat. Svo kíktum við niður í bæ í gær, byrjuðum á að heimsækja klæðskerann Toby, svo á Yashow markaðinn sem er systurmarkaður Silkimarkaðsins. Ég ætlaði nú aldeilis að vera kúl og sýna þeim hvað ég væri góð í prúttinu en ég held að Dóri hafi verið Kínverji í fyrra lífi því hann bara kvartaði yfir hvað ég væri að semja um dýr verð. Eftir stór innkaupin fórum við á tælenskan veitingastað og svo enduðum daginn á kínversku nuddi við undirspil kínverskrar popptónlistar sem var verið að spila á tónleikum í tilefni 1. maí hinum megin við götuna. Þau voru ekkert of hress í líkamanum í morgun enda er þetta kínverska nudd sko alls ekkert klapp...... Í dag sendi ég þau út af örkinni alein til að skoða Torg hins himneska friðar og Forboðnu borgina. Verður gaman að heyra hvernig þau fíla sig ;-)

Múrinn magnaði

Ég og Haffi drifum okkur eftir áður gerðum plönum á Kínamúrinn, þ.e. hluta af honum sem kallaður er Simatai og var áætlunin okkar sú að ganga að öðrum hluta múrsins sem heitir Jinshanling. Það á að vera ca 10 KM ganga á múrnum sjálfum. Þetta er hluti af múrnum sem er nokkuð afskekktur og oft kallaður vilti hluti múrsins, jafnframt er hann að mestu í upprunalegu horfi. Við höfðum leigt bíl og átti hann að sækja okkur heim að dyrum kl. 9. Við mættum á slaginu 9 út tilbúin í slaginn. Við fundum nú ekki bílinn strax og vorum eitthvað að vandræðast út á plani að skima eftir bílnum. Ekki var að spyrja að því að um leið dreif að "einkareknir" leigubílstjórar sem endilega vildu bjóða fram þjónustu sína. Við vorum nú ekki alveg tilbúin í það. Einnig var einn vörðurinn ægilega spenntur fyrir myndavélinni minni og vildi líka endilega taka mynd af okkur á símann sinn. Eitthvað sem við vildum gjarna endurgjalda í sömu mynt.

IMG_0157

Að lokum eftir nokkur símtöl og hjálp frá vini okkar hér að ofan náðum við saman með bílstjóranum okkar. Ég get ekki sagt að við höfum verið mjög upprifin yfir kagganum sem við fengum. Ekki skánaði álit okkar þegar hann fór af stað en án nokkurra ýkja þá hökkti hann hreinlega í gegnum Peking. Okkur leist nú ekki alveg á blikuna en á sama tíma fannst okkur þetta frekar fyndið. Þegar við vorum búin að keyra í ca klst. komum við að vegatollahliði og þá kárnaði nú gamanið fyrir alvöru því að bílstjórinn kom ekki bílnum aftur í gír hvernig sem hann reyndi. Hann tók á það ráð að fá vegatollsstarfsmennina til að ýta bílnum út í kant á planinu (nb. með okkur inni í honum) og fór hann að hringja út í allar áttir.

IMG_0162

Ekkert gekk og þótt einhverjir menn hafi komið og hjálpað honum að ýta bílnum og Haffi reyndi líka sitt besta til að koma bílnum í gír gekk þetta ekki neitt. Að lokum var ákveðið að senda annan bíl af stað til að taka við. Hjá okkur tók við bið sem við máttum illa við vegna annarra plana sem við áttum í Peking seinni part dagsins. En það var ekkert hægt annað í stöðunni heldur en að bíða.......

IMG_0160

Að lokum kom hinn bíllinn eftir næstum því 2ja tíma bið. Þegar í þann bílinn var komið fengum við eiginlega annað hláturskast því að bílstjórinn spilaði einhverja brjálaða kínverska techno-tónlist og datt líklega ekki annað í hug heldur en að við værum líka algjörir aðdáendur. Að lokum tók nú ferðin enda eins og gerist nú yfirleitt. Við skelltum bakpokunum á okkur og hófum ferðina. Múrinn á þessum slóðum er ansi hátt uppi svo við tókum kláf áleiðis upp fjallið.

IMG_0167IMG_0168

Vorum alveg guðslifandi fegin að hafa ekki lent í vagni númer 13 enda búin að fá meira en nóg af óheppni þennan daginn. Gangan upp á múrinn var ansi brött og á leiðinni rákumst við á stórann hóp af Kínverjum sem ég hélt að væri bara í picnic og var því afskaplega vingjarnleg þegar ég gekk framhjá þeim og heilsaði þeim með virktum og stóru brosi. Kolla klára því að í staðinn sátum við uppi með tvær afar uppáþrengjandi kerlur sem ætluðu sér aldeilis stóra hluti við að hafa af okkur peninga. Þær sem sagt viku varla frá okkur. Þrátt fyrir það og puðið við að labba upp nutum við þess út í ystu æsar að vera þarna í náttúrunni og fuglasöng.

IMG_0169IMG_0178IMG_0182

Vegna tafarinnar út af bíldruslunni gátum við ekki gengið alla leiðina sem við vildum vegna tímarammans þennan daginn og gengum því bara hluta af múrnum. En þetta var hreint út sagt stórkostleg upplifun. Það var svo ótrúlega magnað að vera á þessum sögulega stað í frábæru veðri og varla nokkur ferðamaður á stjá. Við áttum staðinn að mestu út af fyrir okkur (fyrir utan kerlurnar náttúrulega) og einstaka eðlu sem skaust um eða skokkandi íkorna. Ég alveg endurnærðist á að komast svona út í náttúruna.

IMG_0199

IMG_0181

 Eftir þessa stórkostlegu upplifun lá leiðin aftur til Peking og verð ég að segja að ég var nokkuð stressuð yfir að komast lifandi til baka því bílstjórinn okkar var bara glanni. Það var amk 2var sinnum sem ekki mátti muna miklu að við hefðum skollið á bíla sem voru að koma úr gagnstæðri átt. Þegar við vorum búin að sinna erindunum í borginni hittum við nokkra vini í Pekinga-andarveislu. Frábær endir á frábærum degi. Og það er engin spurning um að ég á eftir að fara þarna aftur því að ég ÆTLA mér að ganga þessa leið sem því miður tókst ekki í þetta skiptið.

IMG_0217

IMG_0223

 

 

 


Ævintýri síðustu daga

Það er óhætt að segja að síðustu dagar séu búnir að vera viðburðaríkir og eiginlega er ég meira og minna búin að vera í hláturskasti undanfarna daga. Þetta hófst með því að Hafsteinn fyrrverandi vinnufélagi minn mætti hérna á svæðið í heimsókn. Það er búið að ganga á ýmsu hjá honum síðan og ætla ég nú svo sem ekkert að fara mikið nánar út í þá sálma. Rétt að stikla á stóru þar sem við lentum í nokkrum fyndnum atvikum. Það hefur margt skemmtilegt verið gert undanfarna daga. Við mættum í "surprise" partýið sem haldið var til heiðurs Gonzo vini mínum á laugardagskvöldið og komum við klyfjuð íslenskum osti, nammi og góðri Tópasskotflösku sem Hrabba vinkona var svo elskuleg að skilja hérna eftir. Ekki er hægt að segja annað en hið íslenska góðgæti hafi slegið í gegn og er enn verið að tala um þennan görótta drykk frá Íslandi.

IMG_0095

Reyndar beiluðum við stuðboltarnir á frekara djamm og enduðum á því að stela restinu af íslenska namminu og yfirgáfum partýið. Gláptum svo bara á bíómyndir og fengum okkur popp og kók. Segir kannski eitthvað til um aldurinn, ehemm.......

Það sem við gerðum svo m.a. annars var að fara í listahverfið 798, svo kíktum við á Silkimarkaðinn þar sem enn er hægt að gera góð kaup þótt maður finni fyrir því að verðið er farið að hækka enda styttist óðum í ólympíuleikana. Við fjárfestum bæði í forlátum silkisloppum sem við vorum búin að reyna að prútta lengi niður í einum sölubásnum en sölumennirnir voru ansi tregir svo við færðum okkur um set. Þar gekk okkur mun betur að ná góðu verði og ákváðum við að labba framhjá hinum sölubásnum til að sýna hvað þeir höfðu misst af góðum kaupum. Eitthvað æptu þau á okkur sem ég var nú ekkert að hlusta mikið á. Haffi hins vegar fór eitthvað að tala um að kannski væru þetta nú sloppar úr pólýester. Ég hélt nú ekki. Svo þegar við komum heim og tókum hróðug upp pakkana kom í ljós að við sátum uppi með pólýester sloppa. Ég átti nú bara ekki til orð yfir að hafa verið plötuð svona herfilega og móðgaðist mjög. Við ákváðum að fá Tönju tutor með okkur í lið og fórum aftur daginn eftir. Á leiðinni niður í bæ var ég að æsa sjálfa mig upp til að vera tilbúin í slaginn en Tanja sagði að best væri að fara nota þá aðferð að láta sem þau hefðu gert mistök svo að sölumennirnir gætu haldið andliti sem er afar mikilvægt hér á landi. Það plan gekk svona ljómandi vel upp og fengum við réttu sloppana, þurftum reyndar að borga aðeins meira, og gátu allir verið ánægðir með sitt.....

IMG_0113

Eftir silkimarkaðsævintýrið fórum við á "The Bookworm" og þar á eftir á tónleika sem Tanja bauð okkur Haffa með sér á. Tónleikarnir voru með einni að Idolstjörnum Kínverja, ein af svokölluðum "The Supergirls". Þetta var mjög skemmtileg upplifun og mikið stuð. Læt myndirnar hér að neðan lýsa þessu nánar. 

 IMG_0121IMG_0129IMG_0134


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband