Leita í fréttum mbl.is

Lögregluheimsókn

Það hefur verið mikið rætt undanfarið í kringum mig um visamál og lögguna. Fréttir hafa til að mynda borist um að það eigi að henda úr landi öllum stúdentum fyrir ólympíuleikana. Svo fór ég einnig heyra að löggan væri farin að banka upp á hjá fólki til að tékka hvort það væri með allar skráningar í lagi og að jafnframt að það þyrfti að skrá alla gesti sem maður fengi hjá lögreglunni. Mér fannst það nú einum of mikið af því góða af skriffinsku og sleppti því nú algjörlega þegar mínir gestir komu hingað. Heldur mikið að eyða kannski hálfum degi í að skrá fólk hjá löggunni sem ætlaði að vera hérna í nokkra daga. Ákvað að ef ég yrði böstuð myndi ég bara ekki þykjast vita betur og síðan myndi ég bara skrá gestina. Gott plan sem sagt sem hafði gengið alveg ágætlega upp hingað til. Ég var reyndar ekkert að svara dyrabjöllunni ef ég átti ekki von á neinum svona til að koma í veg fyrir óþarfa óþægindi. Hafði hins vegar gleymt að láta Írisi systir vita af þessu plani mínu svo að þegar dyrabjallan hringdi og ég var ekkert að svara henni kallaði Íris nokkuð hátt úr stofunni að það væri einhver að hringja dyrabjöllunni. Svo ég hafði nú ekki annarra kosta völ en að svara. Ég vinsamlegast bað Írisi og Halldór að fara inn í herbergi og hafa hljótt. Svo opnaði ég hurðina í náttslopp og með hárið upp í loftið, sem sagt mjög smart og með frekar pirraðan svip. Ég var beðin um gögn sem sönnuðu að ég væri með dvalarleyfi í landinu sem og skráð hjá löggunni. þetta gat ég allt sýnt þeim skilmerkilega og svo var ég spurð að því hvort fleiri byggju í íbúðinni. Nei svaraði ég til, ég bý hér alein og var ekkert að segja þeim frá gestunum inni í herbergi og hugsaði með sjálfri mér að þeir byggju ekki hérna, væru bara í heimsókn svo þeir féllu ekki undir spurningar löggunnar. Nú jæja skömmu síðar fóru Íris og Dóri út en komu upp nokkrum mínútum síðar föl á vangann og sögðu að löggan væri niðri í andyri að spyrja fólk um skilríki. Við biðum í smá stund og fórum svo út og sáum að löggan hafði fært sig um set svo við gátum læðst í leigubíl án þess að þeir tækju eftir okkur og vorum agalega ánægð með okkur. Svo héldum við bara að við værum laus allra mála og gátum andað léttar. En nei nei ekki svo gott. Í morgun þegar við vorum að labba út gengum við beint í flasið á löggunni. Það dugði ekki einu sinni til að það var hringt akkúrat í mig á sama tíma og ég þóttist vera mjög niðursokkin í spjall í símann. Við vorum vinsamlegast beðin um að stoppa og gera grein fyrir okkur og gefa það upp í hvaða íbúð við byggjum. Ég svaraði því skilmerkilega og sagði að Íris og Dóri væru bara í heimsókn. Svarið sem ég fékk var eftirfarandi: Já eruð þið frá Íslandi, jæja takk kærlega fyrir og eigið góðan dag.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband