Leita í fréttum mbl.is

Í fréttum er þetta helst

Lífið gengur hér sinn vanagang, hörmungarnar í Sichuan héraði hafi litað allt lífið hér, fjölmiðlar sýna frá svæðinu allan daginn og fólk er að fylgjast með hvar sem maður fer, hvort sem það er í leikfiminni, út í búð eða í hreinsuninni. Fólk er mjög slegið og er verið að safna peningum fyrir fórnarlömbin á mjög mörgum stöðum, t.d. með sjónvarpssöfnun, á netinu og m.a.s. í skólanum mínum. Maður finnur hvað þessir atburðir hafa þjappað fólki saman og allir virðast vilja leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa þeim sem urðu fyrir þessum skelfilegu náttúruhamförum.

Ég byrjaði í nýju vinnunni minni í vikunni, er komin í hlutastarf hjá kínversku tölvufyrirtæki sem heitir Chinasoft. Starfið mitt felst í því að lesa yfir íslenskar þýðingar í hugbúnaði fyrir nokiasíma. Fékk starfið í gegnum íslenskan strák sem var að flytja heim og arfleiddi mig að starfinu sínu. Mér fannst þetta tilvalið tækifæri til að kynnast fleiri Kínverjum og ekki er verra að fá smá auka pening fátækur námsmaðurinn! Ég á nú bara að mæta annað slagið þegar þeir þurfa á að halda en ég fékk að heyra það að við Íslendingarnir værum mjög vinsæl því við erum svo fá hérna í Peking og þau því fegin að ná að ráða einhvern frá Íslandi. Ég var að vinna með kínverskri stelpu sem hafði kíkt á upplýsingar um Ísland á netinu daginn áður og leist mjög vel á. Sérstaklega fannst henni áhugvert hvað við erum fá og hvað lífið virðist vera þægilegt á Íslandi. Hún hafði jafnvel áhuga á að flytjast búferlum því hana langar að búa í fámennu og litlu landi en ég sagði henni að það myndi ekki þýða fyrir hana að tala kínversku á Íslandi svo hún ætlar að vera dugleg að æfa sig í ensku.....amk svona til að byrja með.

Annars er næsta gestahollið mitt mætt á staðinn, bróðurdóttir mín og unnusti hennar. Þau ætla að vera hérna í um 2 vikur að njóta þess sem Peking hefur upp á að bjóða. Við byrjuðum náttúrulega á því að fá okkur kínverskan kvöldmat og féll hann bara vel í kramið svona þegar þau voru búin að taka prjónana í sátt ;-) Þeim fannst líka alveg magnað að fá fínan kvöldmat fyrir þrjá samtals fyrir 670 ÍSK.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fóruð þið kannski  á side street.....??

mooney (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Kolbrún Ólafsdóttir

Hehehehe, nei reyndar ekki heldur á Sichuan staðinn sem við fórum á fyrsta kvöldið. Það er komin hefð á að þetta sé fyrsti staðurinn sem gestirnir mínir heimsækja því þú fórst þangað, Haffi, Íris og Dóri og nú Ólöf og Ómar.

Kolbrún Ólafsdóttir, 22.5.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband