Færsluflokkur: Bloggar
23.8.2008 | 06:39
Draumar og væntingar sem hafa ræst á Ólympíuleikunum hérna í Peking
Ég get eiginlega ekkert lýst því almennilega með orðum hvernig það hefur verið að vera hérna í Peking á Ólympíuleikunum og fylgjast með handboltaliðinu okkar. Þetta er svo brjálæðisleg upplifun og eiginlega engu lík. Þeir eru náttúrlega búnir að vera hreint stórkostlegir!! Þvílíkar hetjur!! Tilfinningarnar hjá manni hafa sko sveiflast allt frá því að vera að deyja úr stressi yfir í tæra hamingju. Ég held að það sé alveg á hreinu að ég hef aldrei öskrað jafn mikið í lífinu eins og síðustu daga!! Búið að vera líka fyndið að sjá hvað Kínverjarnir hafa verið undrandi þegar við byrjum að styðja okkar menn. Fyrst glápa þau bara á okkur og vita ekki hvað er að gerast en svo þegar þau eru búin að jafna sig byrja þau að hrópa með okkur "Jia You!! Bing Dao"!!!
Það rifjaðist nú upp fyrir mér bloggfærsla sem ég skrifaði í byrjun sumars og vá hvað hefur allt ræst sem ég óskaði þar!!!:
30.5.2008 | 14:45
Ohhhhhhhhhhh
Ég ætla að vona að íslenska landsliðinu í handbolta takist að vinna leikina sem framundan eru til þess að þeir komist á ólympíuleikana í sumar. Ég hef óbilandi trú á þeim enda fyrir löngu búin að fjárfesta í miðum á úrslitaleikina í handboltanum hérna í ágúst. Svo ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!
Ég ætla nú bara að leyfa nokkrum myndum frá undanúrslitaleiknum í gær að tala sínu máli!!! Er annars á leiðinni niður í bæ til að kíkja hvort við finnum ekki eitthvað sniðugt dót til að skreyta okkur með fyrir morgundaginn!!! ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM ÍÍÍÍSLAAAAND!!!! Vá hvað ég hlakka til :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 11:44
Hermannakveðja og hvítir hanskar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2008 | 06:28
Traustvekjandi?
Ég get ekki sagt að ég fyllist mikilli öryggiskennd þegar ég tek lyftuna hérna heima hjá mér. Ástæðan er þessi:
Fyrst hélt ég að þetta væri grín. Svo hélt ég að þetta hefði verið sett upp í mikilli neyð því að venjulegir öryggissímar hefðu orðið uppseldir hérna í Peking. En nei ekki svo gott því þessir símar eru búnir að vera í báðum lyftunum í margar vikur. Ég veit það ekki, kannski vekur myndin af kanínunni öryggiskennd hjá einhverjum. Get ekki sagt að það gildi um mig. En hvað, að minnst kosti er þetta svona öðruvísi öryggissími en maður sér annarsstaðar í lyftum ;-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 11:48
Að kveðja og góðir vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2008 | 01:32
Jæja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.6.2008 | 02:02
Ljúfasta helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 09:09
Síðustu dagar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 05:56
Í tilefni heimsóknar
Helga vinkona og Heiða systir hennar lenda hérna í Peking eftir ca klukkutíma. það verður nú gaman að fá þær í heimsókn og er ég ekki í neinum vafa að við munum skemmta okkur vel. Í tilefni heimsóknarinnar er nú nauðsynlegt að skella einu Duran lagi á síðan að ég og Helga vorum AÐDÁENDUR NR.1.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 02:49
17. júní fagnaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 04:09
Freistandi
Ohhhh já það er nú ansi freistandi að taka hann vin minn Dr. David, sem hringdi í mig í vikunni, á orðinu, pakka niður í tösku og heimsækja hann og fjölskyldu á Koh Chang eyju á Tælandi. Ég meina hverjum langar ekki að eyða tíma á þessum stað.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)