Leita í fréttum mbl.is

Kínverskunámið að hefjast

Eins og hefur komið hér áður fram á blogginu þá er ég þessa dagana eiginlega algjörlega mállaus í stórborginni Peking. Það setur sinn svip á lífið hjá manni og maður veigrar fyrir sér að koma sér í eh vandræði t.d. með því að panta mat heim til sín eða fara í banka með annað en mjög einfalda reikninga. Til lengdar er erfitt að lifa með þessum hætti og því bara um tvennt að velja að ráða sér túlk eða að drífa sig í kínverskunám. Það síðara hefur nú orðið fyrir valinu og hef ég ásamt 5 bekkjarfélögum mínum ráðið okkur kennslukonu í kínversku. Hún mun kenna okkur 3var í viku, samtals í 5 klukkustundir. Hún ætlar að koma heim til okkar og það eina sem við þurfum að gera er að kaupa krítartöflu og kennslubækur. Ég hlakka mikið til að hefjast handa og vonandi fer þá aðeins að rofna þessi ógurlegi tungumálaveggur sem hefur umlukið mann. Ég hef nefnilega þá trú að þá fyrst geti maður farið að upplifa hið raunverulega Kína og ég bíð virkilega spennt eftir því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér líst vel á þetta, þú verður þá altalandi þegar ég mæti á svæðið

mooney (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband