Leita í fréttum mbl.is

Og það rignir

Í dag hefur rignt næstum því stanslaust svo að þarfasta verk dagsins var að kaupa regnhlíf. Ég fór í skólann í dag með krökkunum til að kaupa ljósritin okkar fyrir tímanna um kínversk stjórnmál og utanríkisstefnu. Þegar því var lokið fengum við okkur klassískan kínverskan morgunverð sem eru risastórar pönnukökur með eggjum, sterkri sósu og graslauk. Eftir morgunmatinn drifum við okkur af stað í prentaraleiðangur þar sem við þurfum að prenta út staflana af greinum og öðru dóti af netinu fyrir tímana okkar. Við fórum í hverfi nálægt háskólanum sem er stútfullt af risastórum verslunum fullar af tölvudóti og öðrum tæknivörum. Við ætluðum að vera rosa klár og reyna að snúa á Kínverjana með því að bekkjarfélaginn okkar Sandy sem er hálfkínversk fékk vin sinn sem er kínverskur til að hitta okkur. Plottið var sem sagt að þau myndu labba um verslanirnar á undan okkur og við myndum ekki þykjast þekkja þau svo að við fengjum besta dílinn sem möguleiki væri á. Málið er nefnilega að það er endalaust verið að æpa á okkur útlendingana og fá okkur til að kaupa eh, hvað sem er. Plottið virkaði ágætlega og við náðum aðeins að plata kínversku sölumennina og fengum prentara á fínu verði, þ.e.a.s. allir nema ég því ég er með MacBook tölvu og það er eh óljóst hvaða prentara er hægt að nota með þeim. Ég verð að skoða það betur og ef eh hefur hugmynd um hvaða prentari passar best við MacBook má hinn sá sami láta mig vita.

Þar sem planið er að hittast kl. 8 í fyrramálið til þess að sækja um dvalarleyfi verður að fresta því að kanna næturlífið hér í borg sem mér sýnist á öllum túristabókunum að sé með líflegasta móti. Vonandi verður möguleiki á því annað kvöld. Mannfræðileg könnun sem verður að fara fram mjög fljótlega til þess að öðlast réttu innsýnina í mannlífið hérna, Ekki satt :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu bíddu ....er ekki laugardagur hjá þér á morgun eins og okkur hinum?  Hittast kl. 8?  Ég held þú þurfir að sit those people down and have a serious talk!!

mooney (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Mér líst vel á þig Kolla, strax farin að snúa á Kínverjana! Tímabært að einhver geri það þeir eru rosalegir með að reyna að svindla á manni... já kanna næturlífið alveg must. T.d. svona nightmarket er voða thing hjá þeim en þú þarft náttúrulega að komast á almennilegt djamm líka

Kristbjörg Þórisdóttir, 14.9.2007 kl. 20:18

3 identicon

Hæ skvís... mæli með Canon t.d. iP4300 eða nýrri :)

Applegellan!

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband