20.9.2007 | 15:38
Kvef
Ég er með kvef og hef eiginlega engan húmor fyrir því. Það er frekar erfitt að vera með kvef og því viðkvæm lungu í einni af menguðustu borgum heims. Ég er búin að ganga um hnerrandi nonstopp í nokkra daga. Er orðin ansi þreytt á þessu ástandi. En ég get líklega kennt sjálfri mér um þetta. Reyndar hafa krakkarnir í kringum mig flest fengið kvef og væntanlega er ástæðan hitamismunurinn þ.e. að vera úti í miklum hitum og síðan inni í loftkældu húsnæði. En ég held að ég hafi fengið kvefið þegar ég ætlaði að hafa sama háttinn á og heima. Að sofa með opna glugga. Eina nóttina galopnaði ég gluggana í svefnherberginu til að fá svalan blæ á andlitið meðan ég svaf undir hlýrri, íslenskri sænginni. Málið var bara að það lék ekkert léttur, svalur blær um andlit mér heldur lá yfir mér eitthvað uppáþrengjandi, blautt og mengað andrúmsloft og ég var of syfjuð til að loka gluggunum. Morguninn eftir var ég komin með þetta yndislega kvef.......
Athugasemdir
úff hvað ég skil þig...dagur 4 í bælinu hjá mér
mooney (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.