Leita í fréttum mbl.is

Spriklandi fiskar

Áður en ég kom hingað var ég búin að heyra ýmsar sögur um matinn sem Kínverjar leggja sér til munns. Mér skilst að hér á veitingastöðum sé hægt að gæða sér á ýmsu góðgæti svo sem slöngukjöti, hundakjöti og sporðdrekum sem raðað er upp á tein. Ég hef svo sem ekki lagt mig mikið fram við að smakka þessa rétti. Ég hef meira bara verið að borða hrísgrjón, núðlur og það sem við í vestræna heiminum teljum vera venjulegt kjöt. En það er eitt sem ég hef tekið eftir og það eru sprelllifandi fiskar sem eru bæði til sölu í matvöruverslunum og eru á boðstólnum á veitingahúsum. Í matvörubúðinni minni eru stór fiskabúr full af lifandi matfiskum til sölu, tilbúnir beint í pottinn. Á veitingastöðunum er sama sagan, full fiskabúr af fiskum, svo horfið maður á starfsfólkið veiða fiskana upp, og oft er mikil barátta og gusugangurinn eftir því. Ég get bara ekki sagt að ég heillist mikið af þessu og hef lítið orðið var við löngun að skella einum lifandi fiski í pottinn eða panta mér fiskirétt á veitingahúsi. Reyndar þá fórum við krakkarnir í bekknum saman að borða í dag á einu veitingahúsinu í háskólanum. Þar horfðum við á starfsmennina veiða upp fisk, sem stuttu síðar var borinn fram á borðið okkar, steiktur í sterkri sósu og niðurskornu chillí. Þrátt fyrir það hversu sterkur hann var fann ég í gegn drullupollavatnsbragðið af fiskinum og leyfði því félögunum að gúmma honum í sig. Maður kemur nú ekki frá fiskveiðiþjóð fyrir ekki neitt.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband