Leita í fréttum mbl.is

Prentarasagan ógurlega

Ég veit ekki alveg hvað er málið með mig og kaupin á prentaranum en það er bara ekki að ganga upp að fjárfesta í slíkum grip. Nú í fyrsta lagi þá er ég búin að vera í mestu vandræðum með að finna prentara til að kaupa því ég ætlaði að kaupa laser prentara og þeir bara varla fást fyrir macbook tölvur hérna. Ég er búin að þramma fram og til baka í þessum risastóru tölvubúðum og hef fengið vægast sagt misvísandi svör hvort þeir séu nothæfir fyrir macbook eður ei. Þessir söluaðilar sem gera ekki annað en að æpa á mig og toga í mig til að reyna að fá mig til að kaupa tölvu, myndavél, ipod eða hvað það nú er virðast ekki getað hjálpað mér að finna nothæfan prentara.

Ekki nóg með þetta þá virðist eh óheppni elta mig í hvert skipti sem ég fer í prentaraleiðangur. Í gær lagði ég af stað reyndar til að kaupa internetsnúru en ákvað að kanna með prentara í leiðinni. Þegar ég er komin á áfangastað byrjar að rigna og þá meina ég sko rigningu, þrumur og eldingar og auðvitað var ég ekki með regnhlíf. Ég þurfti að hlaupa yfir stórt torg áður en ég kom í verslunina og þegar ég kom var ég algjörlega gegndrepa, þrátt fyrir að leigubílstjórinn hafi gefið mér plastpoka til að setja á hausinn á mér. Nú jæja eftir að hafa dundað mér við að skoða prentara í dágóða stund ákvað ég að tími væri kominn til að fara heim. Enn var grenjandi rigning og ég var hálf áttavilt þarna. Það sem hafði einnig gerst var að allir leigubílar höfðu gufað upp enda kominn tími þar sem flestir Pekingbúar voru á leið heim til sín. Ég byrjaði að labba og vonaði að ég myndi rekast á lausan leigubíl eða amk búð sem seldi regnhlífar. En nei ó nei enginn svoleiðis lúxus. Þetta var móment þar sem ég var ekkert of hamingjusöm yfir að vera hér í þessari stórborg. Loks sá ég lausan leigubíl, hljóp að honum himinlifandi og sagði bílstjóranum heimilisfangið. Nei hann hélt nú ekki og keyrði bara í burtu hrópandi Bú Bú Bú sem þýðir nei nei nei. Sem betur fer var ég ekki með neitt vopn, ég var í þannig skapi að ég hefði getað beitt því......

Að lokum fór nú allt vel og ég fann eðlilega bílstjóra sem keyrði mig heim. Ég get ekki líst því hvað ég var fegin að komast heim til mín úr rigningunni og öllum pollunum sem höfðu skyndilega myndast og gert skóna mína rennblauta.

Ég ákvað svo eftir skóla í dag að skella mér bara á bleksprautuprentara, er búin að gefast upp á laserprentaraleitinni. Ég rölti enn og aftur í tölvubúðirnar sem eru ca 15 mínútna gangur frá háskólanum. Eftir að ég var búin að ganga í ca 5 mínútur fór ég að finna að eh var ekki í lagi með skóna mína og uppgvöta að sólinn á vinstri skónum er bara eiginlega kominn í sundur. Ég hugsaði sem svo að hann hlyti nú að halda þessar 10 mínútur sem eftir voru. En jafnframt hugsaði ég með mér að gæði skóna væru nú ekkert æðisleg en hvað ég keypti þá á silkimarkaðinum fyrir eh slikk. En nei þegar ég átti um 100 m eftir þá vær þetta orðið vægast sagt pínlegt og ég eiginlega farin að ganga berfætt á götunni. Svo ég hafði bara einn kost í stöðunni og það var að hoppa upp í leigubíl.

Svo nú er ég orðin svolítið skeptísk á að halda þessum prentaraleiðangri áfram, ég meina hvað kemur fyrir næst......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmm....spurning um að fá sér kannski aðeins meiri gæðaskó næst...já kannski fyrir svona ISK1500!

mooney (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:46

2 identicon

Mæli með Lexmark E120n laser prentaranum, er með möguleika á þráðlausri prenntun. Nota hann við macbook. Kostar ekki nema 1000 sek ( ca. 10000 ísk ) og virkar mjög vel fyrir skólaprenntun. Þarft að kaupa usb snúru með því hún fylgir ekki.

hlk (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:30

3 identicon

Kolla mín. Ég held bara að ég verði að senda þér almennilega gúmmískó, þeir eru líka ekki svo ólíkir Kína skónum gömlu, bara með hvítum röndum. En vona að allt gangi þér í haginn og þú finnir almennilegan prentara.

Hafðu það gott, kær kveðja frá Lóló frænku.

Lóló (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband