Leita í fréttum mbl.is

Skriffinska og ljúft kvöld

Dagurinn hófst á því að fara í huggulega heimsókn í útlendingaeftirlitið hér í borg. Allt gekk nú reyndar samkvæmt áætlun og ég labbaði út með dvalarleyfi til 4. september 2008. Það sem er ekki verra, óheft ferðafrelsi til að fara úr landinu og komast aftur inn í það án vandkvæða. Skriffinskunni var þó ekki alveg lokið því okkur var sagt að við yrðum að fara á löggustöðina í hverfinu okkar til að sýna að við værum ekki lengur með bráðabirgða dvalarleyfi. En nei nei ekki var það svo einfalt því að á löggustöðunni var okkur sagt að leigusalinn okkar yrði að koma með eyðublað til að sanna að við byggjum nú á sama stað og síðast þegar við tilkynntum búsetu okkar, einmitt með alveg eins útfylltu eyðublaði af hálfu leigusalans. Leigusalinn minn komst því miður ekki í dag svo að skriffinskan heldur áfram næstkomandi mánudag mér til mikillar skemmtunar......

En kvöldið var miklu skemmtilegra. Eftir að hafa ákveðið að taka því rólega vegna slappleika ákvað ég nú samt að fara downtown með Ástu. SanLiTun varð fyrir valinu og fengum við okkur indælis eldbakaðar flatbökur og kínverskan bjór. Eftir smá rölt um hverfið skelltum við okkur á The Bookworm, sem er kaffihús, bókasafn og bókabúð skellt saman í snilldar stað. Það slær á Súffista söknuðinn að koma þarna :-) Ég fjárfesti í bókinni um Mao eftir Jung Chang og Jon Halliday. Á hana reyndar heima og er búin að lesa hluta af henni. En ég skildi bókina eftir heima, fyrst og fremst því ég las í eh bókinni um Kína að hún væri bönnuð hér í landi en einnig varð ég að hemja mig hvað varðaði þyngdarmörk farangursins. Held að hún sé ansi góð viðbót við annað lestrarefni annarinnar. Hef reyndar fylgst með misjöfnum viðbrögðum manna heima á Íslandi við þessari bók eftir að hún kom út á íslensku. En það væri leiðinlegt ef allir væru alltaf sammála, ekki satt.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Það er frábært að fylgjast með þér Kolla mín þarna úti. Þú ert að gera svo góða hluti! Take care hon  og láttu þér batna!

Kristbjörg Þórisdóttir, 21.9.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband