Leita í fréttum mbl.is

Þjóðleg stemming

Boðið hjá sendiherra Íslands hér í Kína til heiðurs Hamrahlíðarkórnum var mjög skemmtilegt. Það var afskaplega þjóðlegt því allur kórinn, um 60 manns, var klæddur í þjóðbúninga. Að mestu voru Íslendingar í boðinu fyrir utan um 10 Kínverjar sem höfðu haft veg og vanda af skipulagningu kórsins hér í Peking. Kórinn á eftir að fara á fleiri staði innan Kína en kvöldið í gær var síðasta kvöldið hérna í borginni. Boðið var upp á mjög góðan mat, meðal annars reyktan lax, gott að fá smá bragð að heiman. Kórinn var duglegur að syngja í boðinu og var lagavalið kannski heldur dramatískt, eiginlega svo dramatískt að nokkrar stúlkurnar úr kórnum fóru að gráta. Það var kannski ekkert skrýtið því miðað við það sem maður heyrði á þeim hafði verið stíf keyrsla á dagskrá þeirra frá því að þau komu hingað. En kórinn var alveg frábær og söng afskaplega fallega og ég verð að segja að ég fékk smá gæsahúð þegar þau sungu "Sofðu unga ástin mín" sem er eitt af mínum uppáhaldslögum. Eftir að Kínverjarnir og kórinn kvöddu settumst við nokkur niður og spjölluðum saman í rólegheitum um lífið í Peking, stjórnmál og ýmislegt annað skemmtilegt. Ég og Ásta ákváðum svo að skella okkur í SanLiTun og kíkja á nokkra krakka úr bekknum mínum sem voru þar á næturklúbbi sem heitir Vicks. Þrátt fyrir að hafa skellt í okkur mojito á methraða til að komast í stemminguna sem ríkti þarna gekk það ekki alveg upp. Of troðið og ekki nógu skemmtileg tónlist fyrir okkar smekk. Drifum okkur bara heim á leið og bara ansi ánægðar með kvöldið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ

frábært hvað þú ert dugleg að blogga, gaman að fylgjast með ævintýrunum þarna hinumegin. Bróðir minn er alltaf að skreppa til Kína, held ég sé alveg farin að skilja af hverju og aldrei að vita nema kona skelli sér bara með eitthvert skiptið í vetur! 

Silja (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband