28.9.2007 | 15:19
Grjónagrautur
Í kvöld var sameinuđ matarmenning Kína og Íslands og eldađur grjónagrautur. Ţađ hefur nú reyndar krafist ákveđins undirbúnings ađ geta eldađ ţennan einfalda rétt. Ţađ ţurfti ađ finna rúsinur og kanil en ég hef eingöngu séđ ţann varninginn til sölu í matvöruverslunum sem eru međ vestrćnt horn hjá sér. Nú ţegar ég hafđi keypt rúsínur og kanil var komiđ ađ ţví ađ finna réttu hrísgrjónin í ţessu grjónalandi. Ţađ var nú í fyrsta lagi erfitt ađ finna minni pakkningu en ca 5 kílóa eđa stćrri. Kannski heldur mikiđ fyrir heimili einnar manneskju ţótt ég myndi borđa hrísgrjón á hverjum degi. Talandi um hrísgrjón ţá er greinilega ađal heimilstćkiđ hérna hrísgrjónasuđupottur. Ég held ađ mađur sé vođalega lummó ađ eiga ekki einn slíkan. En ofar á óskalistanum mínum er nú reyndar bakaraofn en slíkt heimilistćki tíđkast ekki í kínverskum eldhúsum. En já grjónagrauturinn sem hefur veriđ í miklu uppáhaldi hjá mér frá ţví ađ ég man eftir mér smakkađist alveg ljómandi vel og var kćrkomiđ bragđ ađ heiman. Ég hef reyndar ákveđiđ ađ grjónagrautur verđi ţađ sem ég elda fyrir vinahópinn hér ţví ég er komin í skuld međ ađ bjóđa upp á rétt frá heimalandinu.
Annars hefur dagurinn bara liđiđ í rólegheitum, kínverskutími í morgun og svo hef ég veriđ ađ lesa fyrir fagiđ í kínverskri stjórnmálafrćđi bók ţar sem er veriđ ađ fćra rök fyrir ţví ađ Kína eigi ekki ađ taka upp lýđrćđi heldur ađ halda sig viđ einn stjórnmálaflokk og herđa í stađinn reglur um spillingu og annađ sem hrjáir samfélagiđ hér. Virkilega áhugaverđ lesning og gaman ađ nálgast ţetta viđfangsefni frá öđru sjónarhorni en ég er vön úr vestrinu.
Athugasemdir
Kolla mín.
Gaman ađ lesa bloggiđ ţitt og ţá koma upp minningar ţegar ţú spurđir mig hvađ yrđi í matinn í kvöld eftir ađ ţiđ Íris fenguđ grjónagraut í hádeginu ţegar ég var ađ passa ykkur og í framhaldinu setti Íris vatn í rúsínúkrukkuna, ég skammađi hana og ţá sagđir ţú: Hćttu ađ vera vond viđ systur mína. Kćr kveđja til ţín frá Hrísey, ţín frćnka Lóló.
Lóló (IP-tala skráđ) 28.9.2007 kl. 18:04
Hehehehe frábćrt ađ heyra í ţér og já grjónagrauturinn hefur nú fylgt mér lengi! Ég skila kćrri kveđju til Hríseyjar og vona ađ ţiđ hafiđ ţađ gott. Kolla.
kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráđ) 29.9.2007 kl. 04:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.