Leita í fréttum mbl.is

Kínverskur veruleiki

P1000497Eins og hefur nú komiđ áđur fram hjá mér ţá finnst mér ţađ frábćrt tćkifćri ađ dvelja hér í Kína og lćra međal annars kínverska sögu og pólitík. En ţađ sem er einna skemmtilegast er ađ heyra persónulegar reynslusögur heimamanna. Í morgun var tími í kínverskri stjórnmálafrćđi og kennarinn okkar Pan Wei sagđi okkur ansi áhugaverđa sögu af sjálfum sér. Ţegar hann var ungur kennari viđ háskólann í Peking fór hann í sendiför á vegum utanríkisráđuneytisins til Singapore. Ţetta var á níunda áratugnum og í fyrsta skipti sem hann fór í flugvél. Hann dvaldi ţarna ásamt sendinefnd frá félagsvísindadeild háskólans. Á međan á dvölinni stóđ fékk hann 70$ á dag í vasapeninga en gestgjafar borguđu fyrir hann matinn og gistingu svo ađ hann gat lagt peningana ađ mestu fyrir. Ţegar hann kom heim til Peking aftur var hann forríkur mađur og gat keypt sér bćđi litasjónvarp og myndavél. Hann hafđi haft upp úr krafsinu ţađ sem hefđi annars tekiđ hann 25 ár ađ vinna sér inn ţví mánađarlaunin hans voru 70 yuan sem er ađ verđgildi í dag tćpar 700 kr. Ţessi litla saga sýnir manni hvađ mikiđ hefur breytst hérna síđustu 20 árin og ţessar kynslóđir sem stjórna Kína í dag hafa aldeilis séđ tímana tvenna í heimalandi sínu. Mikiđ hefur breyst síđan ađ ţessi mađur réđi hér ríkjum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband