27.10.2007 | 12:56
Tími fyrir te
Það eru akkúrat 2 mánuðir síðan ég kom hingað til Peking og tími til kominn að skoða þá menningu sem Kína er einna þekktast fyrir, te menninguna. Ég fór í dag og fjárfesti í fallegu tesetti úr handmáluðu postulíni. Maður verður nú að taka þetta alvarlega ekki satt. Eftir að hafa stúderað svolítið þær tegundir af tei sem til eru ákvað ég að skella mér á Wulong te oft einnig kallað oolong te. Þetta te á rætur sínar að rekja í Fujian héraðið hér í Kína og á sér langa sögu. Framleiðsluferlið er nokkuð langt og flókið, það þarf að tína telaufin á heiðskýrum degi, margar mismunandi tegundir laufa, síðan eru þau sett inn í hús og hálfgerjuð þannig að 30% laufanna eru rauð en 70% græn. Þá eru þau nudduð til að fá fram bragð og lykt og að lokum eru laufin þurrkuð á kolum. Þegar framleiðslan er tilbúin þarf svokallaður te meistari að meta gæði tesins en til að mynda eru aðeins 20 slíkir te meistarar í Fujian héraði. Ekki nóg með að þetta sé mjög bragðgott te heldur er þetta hollasta teið samkvæmt margvíslegum rannsóknum sem hafa verið gerðar. Með því að drekka nokkra bolla af Wulong tei á dag er þér lofað eilífri æsku, grönnum líkama, betri húð-og tannheilsu og ekki síst á teið að vera kröftugt andoxunarefni sem ver þig fyrir helstu lífstílssjúkdómum númtímans. Sem sagt alls ekki slæmt að gera tedrykkju að daglegum sið.
Athugasemdir
viltu plís skella einum pakka með í fínu töskuna!
NYC var snilld en það var minni snilld að reyna finna þetta dót f þig. Fór á tvo BB sölustaði og uppselt á báðum stöðum, var frekar fúl því ég labbaði töluvert langt til að komast á annan staðinn. Kem svo heim í gær (without the damn thing), og fletti fréttablaðinu í vélinni.....BB verður til í Debenhams innan nokkurra vikna!!!
mooney (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 18:29
Iss fórstu bara á 2 staði að leita af þessu fyrir mig!! Engin frammistaða.....Jamm frekar gleðilegt að þetta góss sé á leiðinni til landsins ;-) Ég fæ svo vonandi að heyra NYC-ferðasöguna síðar.....
Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.