Leita í fréttum mbl.is

Miðstýrður hiti

Það er nú svo hér á bæ að það verður ekki settur neinn hiti á húsið sem ég bý í fyrr en 15. nóvember næstkomandi. Fer ekkert eftir því hvenær kólnar hérna, nei nei, ef það verður kalt áður þá verður mér bara að vera kalt. Og í dag er búið að vera kalt úti svo að það er búið að vera kalt í íbúðinni í allan dag sem hefur þýtt að ég hef þurft að fara undir sæng reglulega með Mao´s China and after. Jamm maður getur bjargað sér hér heima en það er ekki alveg hægt að segja það sama um skólann. Er ekki viss um að kennararnir hefðu húmor fyrir því ef ég mætti með sængina mína í tíma. Reyndar verður skrúfað frá hitanum viku fyrr þar en ástandið er orðið frekar slæmt í skólastofunni minni. Húsið er byggt úr steini, það skín engin sól inn í skólastofuna svo eiginlega erum við alltaf að frjósa úr kulda þarna inni, í raun er miklu kaldara inni en úti. Og afleiðingarnar láta ekki á sér standa, svona ca helmingurinn af bekknum er alltaf að drepast úr kvefi. Veðrið hefur nefnilega verið svoldið snúið, kalt á morgnana en svo fínn hiti yfir daginn svo maður verður að klæða sig í mörg lög af fötum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband