Leita í fréttum mbl.is

Tilfinning fyrir rými

Það má nú aldeilis segja það að fólk hér um slóðir hafi öðruvísi tilfinningu fyrir rými og líkamlegri snertingu en maður á að venjast. Þegar einhver rekst hér utan í þig er aldrei sagt "afsakið" ég eiginlega efast um að fólk taki almennt eftir slíku. Ég hef áður rætt um troðninginn í strætó, en Ariele vinkona mín reyndi trikkið þeirra hérna um daginn, þ.e. að láta loka hurðinni á afturendann á sér en ekki fór betur en að þeir lokuðu á fótinn á henni og hún æpti upp af sársauka en enginn þóttist taka eftir neinu.
Síðan er nokkuð merkilegt að hér er mjög algengt að stúlkur haldist í hendur, það er ekkert merki um að þær séu samkynhneigðar heldur bara merki um vinskap. Eiginlega sé ég mikið oftar stelpur haldast í hendur eða utan um hvor aðra heldur en pör. Hins vegar tekur maður eftir því varðandi pör er að helsta merki þess að strákur og stelpa séu í sambandi er að strákurinn heldur á handtösku stelpunnar. Ég hef reyndar líka tekið eftir því að karlmenn halda oft utan um hvorn annan, t.d. þegar ég fór og fylgdist á torg hins himneska friðar á þjóðhátíðardag þeirra sá ég mikið af karlmönnum, tveir og tveir halda utan um hvorn annan meðan beðið var eftir því að kínverski fáninn væri dreginn að húni. Já það er margt öðruvísi hér en þeim finnst t.d. skrýtið að kyssast á kinnar þegar fólk heilsast eins og okkur finnst hið eðlilegasta mál.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband