Leita í fréttum mbl.is

Fallegt veður

P1000570Mengunin sem hékk hér yfir borginni í fyrradag var hreinsuð í burtu með stæl í gærkvöldi. Það komu þvílíkar þrumur og eldingar og auðvitað fylgdi grenjandi rigning eins og vera ber. Eiginlega elska ég þrumur og eldingar þar að segja þegar ég er innan húss. Mér finnst krafturinn sem náttúran sýnir með þessum hætti alveg mögnuð. Afleiðingar veðursins komu svo fram í morgun mjög bjart og fallegt veður svo að útsýnið var alveg sérstaklega gott. Ég tók mynd af útsýninu úr herbergisglugganum í dag og eins og sjá má er ekki langt í náttúruna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jájá býrðu kannski bara uppi í himnaríki?

Ekki skrýtið þótt þér finnist Kínverjarnir litlir!

Kv. Margrét 

Margrét (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:35

2 identicon

Hehehe ég amk er nær himnaríki hér á 16. hæð heldur en ég var á 4. hæð á Skólavörðustígnum. Spurning hvort þetta sé þróun í rétta átt.....

Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband