17.11.2007 | 10:56
Það er nú svo
Eftir að hafa verið nokkuð dugleg í að nota mér leigubílaþjónustu hér í borg hef ég komist að einu. Kvenbílstjórar eru miklu betri leigubílstjórar en karlarnir. Því miður er ekki mikið af þeim svo í hvert skipti þegar maður sest inn í bíl hjá konu er eins og maður hafi fundið gull. Þær eru bara miklu betri að keyra, miklu almennilegri og mun snyrtilegri á allan hátt en ætla ekkert að lýsa því neitt nánar, ehemm. Og það er ekki eins og umferðin sé eitthvað sérstaklega auðveld hérna svo að ég held að þetta sé sönnun á hinu gagnstæða en á því sem hefur verið haldið lengi fram, almennt af karlmönnum, að þeir séu betri bílstjórar.
Athugasemdir
ég veit þú mun ásaka mig um kvenfyrirlitningu og að vinna gegn jafnræði kynjanna.....en sorry ég held þetta sé einmitt undantekningin sem sanni regluna
mooney (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 13:54
Tja ég hef nú alltaf reynt að virða skoðanir annarra en að sama skapi ófeimin við að vera ósammála. Ég er það í þessu tilviki og það er ekki bara út af þessum frábæru kvenleigubílstjórum hérna heldur einnig eru það t.d. karlmenn í meirihluta sem valda umferðarslysum m.a. heima á Íslandi.
Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.