Leita í fréttum mbl.is

Stórhættuleg sjálfri mér

Ég er um þessar mundir svoldið upptekin af því að vera í hlutverki aðstoðarutanríkisráðherra Kína og klára að skrifa minnisblaðið fyrir utanríkisráðherrann sem ég á að skila á miðvikudaginn. Ég var í þungum þönkum um afstöðu Kínverja gagnvart Norður-Kóreu þegar ég ákvað að fá mér heitt engifersoð vegna kvefsins sem ég virðist hafa nælt mér í. Nú ég skellti vatni í pott, skar engifer út í og kveikti á gasinu. Síðan fór ég inn í svefnherbergi að prenta út greinar og annað efni sem ég hafði hugsað mér að nota við minnisblaðagerðina. Allt í einu fann ég matarlykt og velti því fyrir mér hvort að nágranninn minn væri að elda sér steik í hádegismatinn. þegar ég var búin að prenta allt út, lagðist ég upp í rúm og ætlaði að skanna papírana til að sjá hvað ég gæti notað af þeim. Eftir eh stund lagðist syfja yfir mig og þegar ég var að renna yfir í draumalandið skaut skyndilega upp sú hugsun um að nágranninn minn væri ekki að elda sér brennda steik heldur væri ég að kveikja í eldhúsinu. Það er langt síðan að ég var jafn fljót að hlaupa inn í eldhús þar sem ég bjóst við að allt stæði í ljósum logum. Sem betur fer var það ekki svo slæmt en það leit út fyrir að ég væri búin að stofna litla málmsteypu í eldhúsinu. Amk verður potturinn ekki framar notaður í eldamennsku.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert brjáluð

mooney (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband