Leita í fréttum mbl.is

Mér finnst svakalega leiðinlegt að missa af þessu!!

Ný tónleikasería fer af stað í Hafnarhúsinu: Kökukonsertar

Um þessar mundir fer af stað ný tónleikasería sem ber heitið Kökukonsertar en fyrstu tónleikarnir í röðinni verða haldnir í Hafnarhúsinu næstkomandi föstudagskvöld klukkan átta. Á Kökukonsertunum er fléttað saman tónlist og kökugerðarlist þar sem ýmsir tónlistarmenn koma saman ásamt Hafliða Ragnarsyni, súkkulaðigerðarmeistara, og sjóða saman viðburði þar sem hið hefðbundna tónleikaform er brotið upp. Tónleikaröðinni er ætlað að koma á framfæri flytjendum af yngri kynslóðinni en á þessum fyrstu tónleikum stíga á svið söngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, hörpuleikarinn Katie Buckley, sellóleikarinn Sigurgeir Agnarsson, raftónlistarmaðurinn Guðmundur Vignir Karlsson, einnig þekktur sem Kippi Kanínus og slagverksleikarinn Frank Aarnink , en öll eru þau komin í fremstu röð tónlistarmanna af yngri kynslóðinni á Íslandi. Á tónleikunum í Hafnarhúsinu verður boðið upp á nýja og nýlega íslenska tónlist, þótt fimmundir fornalda hljómi undir niðri. Frank og Guðmundur Vignir munu spinna saman slagverks- og raftónlist, Hallveig og Sigurgeir munu flytja flokkinn ,,Lysting er sæt að söng" eftir Snorra Sigfús Birgisson og Margrét, Katie og Sigurgeir munu flytja frumsamið efni Margrétar og nýjar þjóðlagaútsetningar hennar sem hafa ekki verið áður fluttar hér á landi.

Tónlistin verður svo bragðbætt með óvæntum glaðningi frá Hafliða en hann er einhver mesti súkkulaðisérfræðingur landsins og má búast við að þar verði enginn ekki fyrir vonbrigðum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00, miðaverð er 1800 kr. Frekari upplýsingar fást hjá Margréti Sigurðardóttur í síma 695 3314 og Hallveigu Rúnarsdóttur í síma 898 4978.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:-)

Margrét Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband