Leita í fréttum mbl.is

Þakkargjörðarhátíð

Við héldum uppá þakkargjörðarhátíðina hina amerísku í gær. Það var nú fyrst og fremst til að fagna með amerísku vinunum okkar hérna, Ryan, Ariele og Sandy. Þetta var mjög skemmtileg upplifun, fórum á veitingastað sem heitir Grandma's Kitchen og sérhæfir sig í amerískum mat. Ryan sem er vanur að elda þakkargjörðarmáltíðina fyrir fjölskylduna sína sagði mér að þau byrja almennt að borða kl. 14 og eru að fram eftir degi. Þetta er sem sagt matarhátíðin mikla. Þau amerísku voru mjög ánægð með matinn sem við fengu og sögðu að þetta væri eiginlega bara eins og heima. Og þetta var engin smá veisla, 5 réttir takk fyrir. Fyrst voru bornir fram smáréttir, salat og súpa. Síðan tók við aðalrétturinn, kalkúninn sjálfur með öllu tilheyrandi og að lokum var svo hægt að velja um nokkur pæ. Með þessu var svo drukkið rauðvín. Það þurfti náttúrulega að skála fyrir öllu sem var þakkarvert og það vantaði alls ekki hugmyndirnar, hehehehehe. Virkilega gaman og sérstaklega að fylgjast með þeim amerísku en þau brostu eiginlega hringinn allan tímann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: maddaman

Úú... spennó... mig hefur alltaf langað í svona "thanksgiving" ;)

maddaman, 23.11.2007 kl. 20:18

2 identicon

Mér er einmitt boðið í Þakkargjörðarmáltíð í næstu viku. :) Hlakka til. Mmm.

MS

Margrét (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband