Leita í fréttum mbl.is

Danska galaballið

Jæja þá er danska stuðið afstaðið. Verð að segja að það er langt síðan að ég hef skemmt mér eins vel svo að danski félagsskapurinn olli mér alls ekki vonbrigðum. Strækaði samt á að tala dönsku. Það var gaman að detta allt í einu inn í norrænan heim hér í Peking. Allt var mjög elegant, konurnar skörtuðu glæsilegum kjólum og karlmenn í kjól og hvítu, 5 rétta matseðill með miðausturlanda ívafi, uppboð til styrktar góðgerðamálum og ýmis önnur atriði. Síðan var skellt upp balli með danskri stuðhljómsveit þar sem meðlimirnir voru með sítt að aftan og spiluðu gamla danska slagara af miklum krafti. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt lögin en stuðið og stemmingin minnti mig á böllin í Egilsbúð í Neskaupstað þegar ég bjó þar í kringum aldamótin síðustu......Mikið fjör.
 
Ég get ekki stillt mig um að setja hérna inn lag sem ég rakst á á youtube vefnum, minnir mig ótrúlega mikið á þegar ég var lítil en þetta var eitt af uppáhaldslögum foreldra minna og spilað í gríð og erg á tímabili. Njótið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband