Leita í fréttum mbl.is

Íslenskt, sænskt & tælenskt

Var boðin ásamt öðrum Íslendingum hér í borg til sendiherra Íslands í tilefni þess að hér er hópur MBA-nema frá HÍ í námsferð. Það var gaman að eyða kvöldstund með góðum hópi fólks og fá aðeins að forvitnast hvað er að frétta að heiman. Svo er ekki verra að maturinn sem boðið er uppá er ekkert slor, sérstaklega fyrir okkur sem búum hér og fáum sjaldan lax eða súkkulaðiköku......nammi namm.

Í dag var svo IKEA ferð með Körlu og Hörpu en ég þurfti að fara versla smávegis áður en að gestirnir fara að láta sjá sig. Það er alltaf heimilislegt að koma í IKEA, ég held að þetta sé svona það næsta sem maður kemst að heimaslóðunum. Við fengum okkur náttúrulega að borða og urðu kjötbollurnar frægu fyrir valinu sem er frekar fyndið í mínu tilfelli því ég borða almennt ekki kjötbollur. En þegar maður er svona langt í burtu fær maður þörf fyrir einhverja hluti sem maður lítur ekki við heima. Þegar ég bjó í Vín þá var ég með æði fyrir steiktum pylsum með kartöflumús sem er einnig eitthvað sem ég almennt borða ekki. Frekar spes...

Annars fékk ég skemmtilegt símtal áðan frá Dr. David sem rekur hótelið á tælensku eyjunni Koh Chang þar sem ég gisti á ferðalagi mínu um Suðaustur Asíu. Hann var að spyrja mig hvenær ég ætlaði að koma aftur því hann og fjölskyldan hans væru farin að sakna mín. Ég spurði hann hvernig veðrið yrði í júlí en þá er regntími í Tælandi. Hann sagði að það væri fínt, það rignir í 2-3 tíma á dag og svo skín sólin. Já kannski að maður skelli sér bara aftur til þeirra í júlí, gæti hugsað mér margt verra.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bíddu afhverju förum við ekki í næstu viku???

mooney (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband