Leita í fréttum mbl.is

Smá röfl

Brrrrr það er búið að vera svo kalt hérna um helgina. Í gær var 6 stiga hiti og engin kynding í húsinu sem þýddi bara að ég varð að kappklæða mig eða vera undir sæng. Skellti mér reyndar í ræktina um helgina sem var alveg hrikalega gott svona eftir á og hleypti smá hita í kroppinn. En það er eitt sem mér finnst frekar fyndið varðandi karlmenn og líkamsrækt, þ.e. karlmenn að lyfta lóðum. Fór inn í hið heilaga horn karlmannanna í ræktinni þar sem lausu lóðin eru geymd og notuð. Ég held að ég sé eina konan sem er þarna að æfa, amk fæ ég alltaf frekar undarleg augnaráð frá strákunum. Nema hvað þrátt fyrir að ég væri með i-podinn frekar hátt stilltan fór ekkert framhjá mér öskrin í strákunum þegar þeir voru að lyfta lóðunum sem var svo sem allt í lagi, er jú hluti af þjálfuninni. Hins vegar finnst mér alveg brjálæðislegt að þeir þurfi alltaf að henda lóðunum í gólfið svo allt leikur á reiðiskjálfi í kring. Ég meina ef þeir eru svona sterkir að geta lyft þessum lóðum þá hljóta þeir að geta lagt þau frá sér.........eða hvað??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Múhahaha.....

Fjóla (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband