Leita í fréttum mbl.is

Dægurmál

Það er nú bara allt rólegt að frétta héðan frá Peking. Er búin að nota síðustu daga til að koma mér almennilega í gang í nokkrum verkefnum. Skrapp með Ástu á The Bookworm í vikunni og var það hin ágætasta tilbreyting að vinna þar, fín aðstaða til að vinna í tölvu, bæði rafmagn og nettenging. Ég er alveg heilluð af þessum stað og er alls ekki verri en Súfistinn heitinn á Laugaveginum. Við fengum okkur svo kvöldmat á tælenskum stað sem heitir The Bananaleaf og var hann alveg ljómandi fínn. Rúsínan í pylsuendanum var mjög svo hreyfanleg hljómsveit sem gekk á milli borða og söng til gestanna. Ásta var nú búin að minnast á þetta áður að síðast þegar hún fór á þennan stað hefðu þeir komið á borðið hennar og sungið til hennar ástarlag og á meðan haldið í hendina á henni. Nema að auðvitað kom hljómsveitin að borðinu okkar og söng SAMA lagið sem var Hello með Lionel Richie. Þeir héldu þó ekki í hendurnar á okkur en horfðu djúpt í augun á okkur í staðinn. Frekar fyndið. Átti annars hið ágætasta spjall við hana Tönju sem er að hjálpa mér í kínverskunni. Við ræddum allt frá pólitíkinni hérna í Kína til þess hverjir eru heitustu gaurarnir hérna. Hún leiddi mig í allan sannleikann um hvaða leikarar væru flottir og einnig hvaða söngvarar væru heitastir. Mér finnst ótrúlega gaman að kynnast fleiri innfæddum hérna, heyra hvað þeim finnst og kynnast betur menningunni í gegnum þá. Tanya er mjög pólitísk og hafði sterkar skoðanir á hlutunum og langaði til að læra stjórnmálafræði en þar sem það er eitt erfiðasta fagið að komast inn í hér í landi gat hún það ekki og fór því í ensku í staðinn. Ég er þó ekki í nokkrum vafa um að það eigi eftir að gagnast henni vel því eins og hefur komið áður fram hjá mér þá tala ekki mjög margir ensku hérna. En þetta sýnir manni líka að aðgangur að menntun er ekki allsstaðar jafn auðveldur og heima. Til dæmis eru mjög margir S-Kóreubúar hérna í háskólanámi því það er svo erfitt að komast að í háskóla í S-Kóreu. Einnig get ég nefnt að þá las ég bók, "the Beijing doll" sem fjallaði um tilveru ungrar stúlku hér í Peking en hennar æðsti draumur var að komast í Pekingháskóla. Það var hins vegar mjög fjarlægur draumur.....Ekki alveg sama upplifun og hjá okkur sem finnst það nú hið minnsta mál að skrá okkur í HÍ......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband