Leita í fréttum mbl.is

Orðið nokkuð bókað á hótel Kollu

Það lítur út fyrir það að ég muni hafa nægan selskap á næstunni, ekki slæmt að fá nokkra gesti að heiman verð ég að segja. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að ég verði með gesti frá 22. apríl  til 5. júní og svo þétt eru gestakomurnar að ég á eftir að leysa úr því hvernig ég á að þvo rúmfötin á milli en ég hlýt nú að finna eh góða lausn svona þegar nær dregur. Svo kemur smá pása í ca 2 vikur þar til að stuðsystur nokkrar láta sjá sig upp úr miðjum júní. En þetta er óskaplega skemmtilegur hópur sem kemur aldeilis úr mismunandi áttum hjá mér. Það verður sem sagt hægt að ræða allt milli himins og jarðar, svo sem pólitík, lögreglumál, strákamál og fjölskyldumál, ansi góð blanda ekki satt :-) Eins og hefur komið hér fram þá var Hrabba vinkona fyrsti gesturinn frá Íslandi sem heiðraði mig með komu sinni hingað og vil ég því henni til heiðurs skella inn einni mynd af okkur ásamt Körlu vinkonu minni, Judith frá Þýskalandi og Cynthiu frá Mexíkó en þær tvær síðastnefndu voru hér í heimsókn á sama tíma. Skelltum okkur á pizzastaðinn hérna handan við hornið og fengum okkur pizzu og margarítur eins og sjá má.

the pizza place


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband