9.4.2008 | 12:43
Skemmtilegar týpur
Það er skemmtilegt við ræktina sem ég fer í að þar er allskonar fólk, á öllum aldri og þótt flestir séu kínverskir eru nokkrir útlendingar þar einnig. Það er gaman að spá í liðið á meðan maður er að púla og óhætt er að segja að það eru nokkrar góðar týpur þar. Til dæmis er þar eldri herramaður sem minnir alveg ótrúlega á Maó, hann er með sömu hárblásnu hárgreiðsluna (ég er viss um að Maó hafi blásið á sér hárið, búin að stúdera þetta nokkuð hérna) og stór gleraugu sem voru í tísku fyrir einhverjum áratugum. Samt ansi fit maður sem tekur ræktina mjög alvarlega þótt hann hjóli á sniglahraða......Svo er það gullinhærði víkingurinn, já gylltur á húð og hár og mjög stæltur. Eiginlega er hann eins og stokkinn út úr ævintýrunum, vantar bara brynju, skjöld og sverð.....Þá væri hann alvöru riddari.....Já það er stuð í ræktinni!!
Eins og ég hef komið inn á áður þá er komið vor hér og til að ylja ykkur í snjókomunni þá ákvað ég að setja inn hérna myndir sem ég tók á leið minni í skólann um daginn.....
Athugasemdir
Það var 20 cm snjór á bílnum mínum í gærmorgun. Betra veður í dag. Þú verður svo að halda fyrirlestur fyrir okkur LFK konur þegar þú kemur heim um þessa ferð þín.
Bestu kveðjur, Þórey Matt
Þorey Anna Matthíasdottir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 15:18
Úff 20 cm....vona að vorið fari að láta sjá sig hjá ykkur. Já það væri nú gaman að hitta LFK konur við tækifæri....
Vona að þú hafi það sem best,
bkv. Kolla
Kolbrún Ólafsdóttir, 11.4.2008 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.