Leita í fréttum mbl.is

Aldurspælingar

Ég var á spjalli við mann um daginn sem er aðeins eldri en ég og í út af einhverju í samtalinu okkar fór hann að tala um að ég væri nú svo ung eða bara "twentysomething", mér fannst þetta frekar fyndið en lét sem ég heyrði þetta ekki. En auðvitað kítlaði þetta hégómagirndina að vera talin vera svona ungleg.....Stuttu síðar var ég að tala við vin minn sem er 23ja ára og eitthvað barst aldur í tal og ég fór að segja honum frá ofangreindu samtali og að maðurinn hafi haldið að ég væri á þrítugsaldri. Þá fór hann að segja mér að stelpa sem væri með honum í skólanum hefði haldið að hann væri 28 ára og var hann ægilega ánægður með það að hún hefði haldið að hann væri svona þroskaður og vitur. Já einmitt þetta var það sem ég staldraði við. Þessi ólíku viðbrögð okkar. Ég bara ansi ánægð með að eh héldi að ég væri ca 10 árum yngri en ég er og vinur minn svona ánægður með að vera álitinn eldri en hann er. Eru þetta týpísk viðbrögð kynjana vegna krafna frá samfélaginu. Er það frekar viðurkennt að konur séu sætar og unglegar og karlmenn þroskaðir og vitrir heldur en öfugt???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu Nicolo frá mér að hann sé jafn sætur 23 og 28 ára

mooney (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:26

2 identicon

Heyrðu talandi um aldur, eins og þú veist þá er ég 27 ára og var í disney um dagin og þar var kona sem hélt ég væri 15. Veit ekki alveg ennþá hvernig ég á að taka þessu, á einn hátt finnst mér þetta fínt að vera svona ungleg en á hinn háttinn þá er þetta nú soldið mikið

Benný (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband