Leita í fréttum mbl.is

Dramatískt samaband

Það verður víst að viðurkennast að ég á í nokkuð dramatísku sambandi við tölvur. Það er þannig mál með vexti að ég er afskaplega hrifin af tölvum en þær virðast því miður ekki vera eins hrifnar af mér. Sem mér finnst náttúrulega frekar sorglegt. Sem dæmi má nefna að ég var í gær í mínum mestu makindum að vaska upp og hafði tekið tölvuna með mér inn í eldhús til að hlusta á tónlist. Í miðju kafi þá bara slokknaði á tölvunni og alveg sama hvað ég reyndi þá gat ég ekki kveikt á henni aftur. Ég fékk alveg fyrir hjartað og sá fyrir mér hvernig allt sem var í tölvunni væri horfið. Með hjartað í buxunum fann ég viðgerðarverkstæði fyrir apple tölvur, dreif mig í sturtu í einum grænum og hljóp út með tölvuna í fanginu og upp í næsta leigubíl. Leiðin niður í bæ tók óratíma fannst mér en loksins komast ég á leiðarenda. Á verkstæðinu tók á móti mér indælisfólk sem betur fer skildi ensku því ég var alveg óðamála að lýsa því hvernig tölvan hafði bara dáið í höndunum á mér. Þau byrjuðu að fylla út einhverja ægilega skýrslu og skrifa niður upplýsingar um tölvuna svo sem serialnúmer osfrv. Nema að svo kveikir gaurinn á tölvunni og já já það kviknaði á henni. Ég stóð þarna eins og mega lúði og það eina sem ég gat sagt var "vá hvernig fórstu að þessu, ég var sko búin að reyna miljón sinnum" Almáttugur hvað mér leið hallærislega en um leið afar létt að ekkert var að tölvunni. Jamm og jæja rosa gaman að vera algjörlega misheppnuð stundum.....En jæja ég í staðin græddi ég það að eyða yndislegum degi niðri í bæ. Mér fannst það nú alveg rökrétt að njóta veðursins, hátt í 30 stiga hiti og sól, rölta um í bænum og gera ýmislegt skemmtilegt fyrst ég var búin að borga leigubíl niður í bæ. Já miklu skemmtilegra heldur en að vera heima og læra eins og upphaflega planið var.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Tölvunni þinni hefur bara langað að kíkja niður í bæ og njóta dagsins með þér og því brugðið á þetta ráð ha ha!!!

Bestu kveðjur úr Danaveldi.

Kristbjörg Þórisdóttir, 14.4.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband