16.4.2008 | 13:49
Matur sem slekkur eldinn innan í þér
Það er aldeilis farið að hlýna hérna, liggur við að það sé orðið of heitt inni hjá mér. Minnir á það að það styttist óðfluga í hina miklu hita sem eru hér á sumrin. Tanya kínverskukennarinn minn sagði mér að ég skyldi vera óhrædd því loftið hérna í Peking er þurrt, ekki eins rakt og er t.d. í Shanghæ en þar verður hitinn oft óbærilegur vegna rakans. Svo gaf hún mér nokkur góð ráð hvernig hægt er að kæla sig niður með mat og drykk eða að slökkva eldinn innan í þér eins og Kínverjar kalla þetta. Það er t.d. hægt að drekka kamillute sem búið er að kæla eða borða vatnsmelónu sem er líka mjög kælandi. Já þetta eru alveg ný fræði fyrir mér því þetta er nú ekki vandamál sem við Íslendingar þekkjum vel........
Athugasemdir
Mmmm kælandi vatnsmelóna, það hljómar dásamlega. Ég nota reyndar kamillute til að slökkva á mér, (á kvöldin, virkar eins og svefnlyf). Ætli það slökkvi ekki alla elda í leiðinni. ;)
Heyrumst vonandi á morgun, búið að vera brjahálað að gera, allt einhvern veginn að gerast í þessari einu viku. En smá tími á morgun í spjall. Bæjó beibí. Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.