Leita í fréttum mbl.is

Svolítið döpur í dag

Það er ekki laust við að það dimmdi aðeins yfir í dag þegar Íris systir og Halldór mágur yfirgáfu svæðið í morgun. Það er búið að vera rosa gaman hjá okkur síðan þau komu fyrir 11 dögum síðan. Við erum búin að gera ansi margt og fjölbreytt á þessum tíma. Peking skartar sínu fegursta þessa dagana og er búið að vera að mestu yndislegt veður, 25 til 30 stiga hiti. Það er búið að fara á sögulegar slóðir, út í náttúruna, á hina alræmdu markaði borgarinnar (Halldór útskrifaður með láði í prúttinu), til Toby klæðskera, á fullt af veitingastöðum frá öllum heimshornum og er ekki annað hægt að segja en að við höfum verið ævintýraleg í vali okkar á réttum. Við skelltum okkur á fimleikasýningu og sáum þar m.a. atriði sem var svo magnað í einfaldleika sínum. Tveir karlmenn sem sýndu fáránlega flott atriði, ekkert skraut eða eh annað sem dró athyglina frá krafti þeirra og liðugleika, ótrúlegt hvað sumt fólk getur...... Já þetta er búið að vera frábær tíma þar sem við erum búin að njóta lífsins út í ystu æsar og notið þess sem Peking hefur uppá að bjóða. Ég er ekki frá því að nuddið og annað dekur sem spa-ið Bodhi býður uppá hafi slegið í gegn og vona ég að systir mín og mágur komi úthvíld til baka en ekki veitir af þar sem tvö börn bíða ansi spennt eftir þeim heima......Ég hins vegar sný mér að bókunum en ég er búin að skipuleggja vinnuna hjá mér þannig að hún fari aðallega fram þegar hitinn hér fer yfir þolmörk mín en mér skilst að ekki sé óalgengt að hitinn fari oft yfir 40 stiga hita í júlí og ágúst, úff úff............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband