Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
3.9.2007 | 23:56
Næs dagur
Bloggar | Breytt 4.9.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 05:07
Bekkjarfélagarnir
07-08 PKU&LSE Double Master Degree Programme
Chinese Students
1 Ms. Zhou Taomo
2 Mr. Zhou Jishen
3 Mr. Tian Zhaohuan
4 Ms. Wang Xiaoxin
5 Mr. Chen Xiang
6 Ms. Hong Haolan
7 Mr. He Lifang
8 Ms. Li Dan
Foreign Students
9 Mr. Niccolo MANZONI ITA
10 Mr. Oscar Marti Lluch ESP
11 Mr. Ryan Hull USA
12 Ms. Ariele Bernard USA
13 Ms. Judith BECKER DEU
14 Ms. Rungchai YENSABAI THA
15 Ms. Karla Orcozco Toledano MEX
16 Ms. Enrica Ferraro ITA
17 Ms. Jo Ling KENT USA
18 Ms. Sandy PHO USA
19 Mr. Gonzalo Guiterrez PER
20 Mr. Kim Heewoong KOR
21 Ms. Pajika Voravittayathorn THA
22 Ms. Kolbrun Olafsdottir ISL
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 04:07
Umferðarmenningin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 06:34
Ólík menning, ólík tíska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 16:30
Skráning í háskólann í Peking
Ég byrjaði daginn á að fara í háskólann í Peking og skrá mig. Til þess að geta það þurfti ég að hafa til reiðu nokkurn slatta af gögnum. Inngöngubréfið mitt í skólann, visa, vegabréf, 6 passamyndir, vottorð um að ég sé sjúkratryggð, heilbrigðisskoðunarvottorð þar sem kemur fram að ég sé ekki með alnæmi eða sífilis, hjartalínurit og staðfestingu á að ég hafi farið í lungnamyndatöku og að lokum staðfestingu á greiðslu skólagjaldanna. Þessum gögnum var ég búin að vera að dunda mér við að taka saman áður en ég fór út. Gögnin mætti ég með í morgun samviskusamlega en frekar stressuð yfir að eh vantaði upp á. Þegar ég kom á háskólasvæðið fór ég ekki inn um sama hlið og síðast og nú komst ég að því að háskólasvæðið er RISA stórt, ekki bara lítill sætur garður. Margar stórar byggingar þar sem hinar ýmsu deildir eru til húsa. Síðan voru nokkrir bankar þarna, veitingahús, verslanir og stúdentagarðarnir. Eftir nokkurt rölt um svæðið ákvað ég að fá smá aðstoð við að finna réttu bygginguna og mér til afar mikillar gleði þá talaði fólkið ensku, úff þvílíkur léttir.
Þegar ég kom á skráningarstað var komin mjööög löng röð en gekk alveg ágætlega hratt og síðasta spottann var boðið upp á stólaröð, þá færði maður sig bara alltaf um stól, bara ansi þægilegt. Í röðinni hitti ég 3 krakka sem eru með mér í prógramminu, stelpu frá Mexíkó og 2 stráka, annan frá Spáni og hinn frá Perú. Það var voða gaman að hitta þau og mér líst ljómandi vel á þau. Strákurinn frá Perú sagði mér að það eru um 26 í prógramminu, þar af 8 kínverjar sem hann hélt að yrðu með okkur í ensku kúrsunum. Mér finnst það frábært þá fær maður tækifæri til að kynnast þeim á sama grundvelli og við hin erum á og ég tala nú ekki um hvað það verður fínt að hafa þau til að leita til varðandi hlutina hérna. Restin af fólkinu eru síðan frá Evrópu, BNA og S-Ameríku.
En jæja mér til mikils léttis þá gekk þetta allt saman voðalega vel og gögnin mín voru öll tekin gild og glöðust var ég nú yfir að skólagjöldin höfðu skilað sér en það sem er búið að hafa fyrir að borga þessi skólagjöld er nú alveg með eindæmum. Það þurfti nú ekkert minna en utanríkisþjónustu Íslands í það verk takk fyrir. Ég get staðfest það að þjónustan hjá þeim er alveg mögnuð :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)