Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Næs dagur

Ég eyddi eftirmiðdeginum með Ástu og vinkonum hennar frá Íslandi sem eru hér á ferðalagi. Einnig var með í för vinkona Ástu úr skólanum en hún er frá Kóreu. Við fórum í garð sem heitir Hou Hai og er hreint yndislegur. Í honum er stórt vatn og og fullt af weeping willow trjám (ég man ekki hvað þau heita á íslensku) og meðfram vatninu voru endalausir veitingastaðir. Einnig voru margar verslanir þarna sem seldu allt frá nýjustu tískuflíkunum (ég var sko að skoða þær í tískublöðum á leiðinni hingað til Peking, þeir eru greinilega ekki lengi að taka við sér hér á bæ í að stæla merkjaflíkurnar) til minjagripa ýmis konar. Við vorum þarna bara að njóta lífsins, fengum okkur að borða og röltum svo um og kíktum í búðir. Sérstaklega var gaman að labba um í hverfum sem eru þarna og eru kölluð Hutongs, en það eru hverfi eins og voru í gamla daga í Peking. Þeim fer því miður óðum fækkandi en vonandi hverfa þau ekki alveg því þau eru alveg ótrúlega sjarmerandi. Síðan ákváðum við í ljósaskiptunum að skella okkur í smá ferð á Rikshaw, en það eru vagnar sem eru dregnar af mönnum á hjólum. Við fórum í 50 mínútna ferð, 2 og 2 í vagni en ferðin kostaði fyrir manninn um 500 kr. íslenskar. Ferðinni okkar var að mestu heitið í Hutong hverfin og var það voða næs. Þegar ferðin var búin var komið myrkur og þá var búið að kveikja á fullt af kínverskum lömpum og luktum sem sveipaði staðinn miklum ævintýraljóma. Eftir meira rölt í búðir þar sem við mátuðum klassískan kínverskan fatnað (við erum ekki alveg af sömu stærðargráðu og kínverskar konur og er mér sagt að afgreiðslukonur hérna séu alveg ófeimnar að segja við okkur vestrænu konurnar að það þýði ekki einu sinni fyrir okkur að máta fötin því þau passa EKKI á okkur!!) og einhverjar versluðu í þeim stílnum. Síðan skelltum við okkur á pizzastað sem heitir Hutong Pizza og fengum við okkur alveg ljómandi góðar pizzur og bjór með. Eftir matinn var svo ákveðið að halda heim á leið allar glaðar og hressar eftir frábæran dag.

Bekkjarfélagarnir

07-08 PKU&LSE Double Master Degree Programme

Chinese Students
1 Ms. Zhou Taomo
2 Mr. Zhou Jishen
3 Mr. Tian Zhaohuan
4 Ms. Wang Xiaoxin
5 Mr. Chen Xiang
6 Ms. Hong Haolan
7 Mr. He Lifang
8 Ms. Li Dan

Foreign Students
9 Mr. Niccolo MANZONI ITA
10 Mr. Oscar Marti Lluch ESP
11 Mr. Ryan Hull USA
12 Ms. Ariele Bernard USA
13 Ms. Judith BECKER DEU
14 Ms. Rungchai YENSABAI THA
15 Ms. Karla Orcozco Toledano MEX
16 Ms. Enrica Ferraro ITA
17 Ms. Jo Ling KENT USA
18 Ms. Sandy PHO USA
19 Mr. Gonzalo Guiterrez PER
20 Mr. Kim Heewoong KOR
21 Ms. Pajika Voravittayathorn THA
22 Ms. Kolbrun Olafsdottir ISL


Umferðarmenningin

Er magnað fyrirbæri hér í Peking, þar er bara spurning um að vera frekastur eða á stærsta farartækinu. Af þeim sökum eru það yfirleitt strætóarnir sem eiga vinninginn. Umferðin er mikil hérna og það ægir öllu saman. Það eru strætóar sem bruna áfram, bílar, mikið af fólki á hjólum, þau eru líka notuð til að flytja ýmislegt dót og eru þau þá drekkhlaðin dóti aftan á bögglaberanum og svo gangandi vegfarendum. Á gatnamótum og á breiðum götum verður þetta með magnaðasta móti, þar troðast allir áfram og nota flautuna óspart til að leggja áherslu á vilja sinn. Gangandi vegfarendur víla ekkert fyrir sér og standa oft á milli akreina á breiðum götum meðan bílarnir bruna beggja vegna við þá. Það er bara sá kaldasta sem vinnur stríðið mikla í umferðinni. En það er eins gott að passa sig, strákur frá Perú sem er með mér í bekk sem sagði mér að strætó hefði næstum því straujað hann niður en á síðustu stundu hefði vinur hans kippt honum frá. Svo að sofandiháttur í umferðinni hér er ekki í boði........

Ólík menning, ólík tíska

Eitt af því sem ég hef tekið eftir hérna er ólíkt viðhorf okkar heima á Íslandi og hér til litarháttar. Auðvitað eru Kínverjar dekkri á hörund en við og njóta meiri veðursældar og þess vegna þykir líklega ekki jafn spennandi að vera brúnn og heima á Íslandi þar sem allir eru frekar hvítir á hörund og sólin skín ekkert of mikið á okkur. Í veðurblíðunni sem ríkir hérna er algeng sjón að sjá konur með sólhlífar. Já þær ganga með þær eins og Bretar með regnhlífar. Þær eru í öllum regnboganslitum og í mismunandi stíl en eiga það sammerkt að vera kvenlegar. Ég hef ekki rekist á einn karlmann með sólhlíf. Þykir líklega ekki karlmannlegt að vera hlífa húðinni við sólskininu. Í snyrtivörudeildum súpermarkaðana eru svo hvíttunarkrem aðal málið, þar sem "Whitest" er mest áberandi á kremtúpunum. Svoldið ólíkt því sem gerist heima þar sem brúnkukremin skipa ansi stóran sess í hillum snyrtivöruverslana. Svei mér þá en ég hlýt að verða frekar kúl hérna með mitt hvíta skinn, hehehehehe. Spurning um að fara að fá sér sólhlíf!!

Skráning í háskólann í Peking

Ég byrjaði daginn á að fara í háskólann í Peking og skrá mig. Til þess að geta það þurfti ég að hafa til reiðu nokkurn slatta af gögnum. Inngöngubréfið mitt í skólann, visa, vegabréf, 6 passamyndir, vottorð um að ég sé sjúkratryggð, heilbrigðisskoðunarvottorð þar sem kemur fram að ég sé ekki með alnæmi eða sífilis, hjartalínurit og staðfestingu á að ég hafi farið í lungnamyndatöku og að lokum staðfestingu á greiðslu skólagjaldanna. Þessum gögnum var ég búin að vera að dunda mér við að taka saman áður en ég fór út. Gögnin mætti ég með í morgun samviskusamlega en frekar stressuð yfir að eh vantaði upp á. Þegar ég kom á háskólasvæðið fór ég ekki inn um sama hlið og síðast og nú komst ég að því að háskólasvæðið er RISA stórt, ekki bara lítill sætur garður. Margar stórar byggingar þar sem hinar ýmsu deildir eru til húsa. Síðan voru nokkrir bankar þarna, veitingahús, verslanir og stúdentagarðarnir. Eftir nokkurt rölt um svæðið ákvað ég að fá smá aðstoð við að finna réttu bygginguna og mér til afar mikillar gleði þá talaði fólkið ensku, úff þvílíkur léttir.

Þegar ég kom á skráningarstað var komin mjööög löng röð en gekk alveg ágætlega hratt og síðasta spottann var boðið upp á stólaröð, þá færði maður sig bara alltaf um stól, bara ansi þægilegt. Í röðinni hitti ég 3 krakka sem eru með mér í prógramminu, stelpu frá Mexíkó og 2 stráka, annan frá Spáni og hinn frá Perú. Það var voða gaman að hitta þau og mér líst ljómandi vel á þau. Strákurinn frá Perú sagði mér að það eru um 26 í prógramminu, þar af 8 kínverjar sem hann hélt að yrðu með okkur í ensku kúrsunum. Mér finnst það frábært þá fær maður tækifæri til að kynnast þeim á sama grundvelli og við hin erum á og ég tala nú ekki um hvað það verður fínt að hafa þau til að leita til varðandi hlutina hérna. Restin af fólkinu eru síðan frá Evrópu, BNA og S-Ameríku.

En jæja mér til mikils léttis þá gekk þetta allt saman voðalega vel og gögnin mín voru öll tekin gild og glöðust var ég nú yfir að skólagjöldin höfðu skilað sér en það sem er búið að hafa fyrir að borga þessi skólagjöld er nú alveg með eindæmum. Það þurfti nú ekkert minna en utanríkisþjónustu Íslands í það verk takk fyrir. Ég get staðfest það að þjónustan hjá þeim er alveg mögnuð :-)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband