Færsluflokkur: Bloggar
19.10.2007 | 08:58
Léttur föstudagur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 07:08
Skemmtiferð í strætó kl. 8 að morgni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 10:33
Skólaferðalag
Eftir að hafa eytt morgninum í umfjöllun um kenningar í alþjóðasamskiptum í International Security og eftir dumplingshádegismat lögðum við af stað í skólaferðalag með prófessornum sem kennir okkur alþjóða hagfræði. Prófessor DING Dou er alveg einstaklega elskulegur maður og mjög klár í hagfræði, það sem hefur kannski verið vandamál er að hann talar ekki né skilur ensku sérstaklega vel. Í fyrsta tímanum leist okkur ekki á blikuna og næstum hrökkluðumst úr tímanum en vegna þess að við sáum að hann vildi virklega gera sitt besta fyrir okkur ákváðum við að halda áfram. Tímarnir hafa skánað og okkur gengur betur að skilja hann og hann okkur. En sem eitt dæmi um hversu næs hann er þá vildi hann endilega fara með okkur í ferðalag. Ferðinni var heitið að Fragrant Hills sem er rétt fyrir utan Peking. Að engu leyti tengt alþjóða hagfræði en óskaplega fallegur staður, fjöll skógi vaxin, tjarnir, lítil hof og aðrar byggingar. Leiðin upp fjöllin var lögð steini og á sumum stöðum voru tröppur til að auðvelda gönguna. Við röltum upp á hæðirnar en stoppuðum annað slagið til að skoða ýmislegt sem varð á okkar vegi. Meðal annars er í hæðunum hús sem Maó dvaldi í árið 1949 áður en kommúnistarnir réðust inn í Peking. Það var gaman að koma í þetta sögulega hús og að ákveðnu leyti minnti arkitektúrinn mig svoldið á íslensk hús. Við húsið var tjörn sem var full af syndandi gullfiskum, mjög flott að sjá þá og mun flottara heldur en týpísk fiskabúr ;-) En vegna þess að ég hafði aðeins misskilið hvað við vorum að fara að gera í þessari ferð þá var ég ekkert í bestu skónum til að fara í fjallgöngu svo ég snéri við áður en lappirnar á mér voru alveg dauðar. Á leiðinni niður aftur sá ég reyndar konur í háhæluðum skóm labba upp fjallið svo mér fannst ég nú smá aumingi að gefast upp í sléttbotnuðu skónum mínum. Þegar ég kom niður rölti ég eina götu þar sem var verið að selja ýmislegt matarkyns og ég ákvað að smakka smáepli sem er raðað uppá pinna og húðuð með harðri sykurhúð. Þessi epli sér maður út um allt hérna, annað hvort seld fersk eða á svona pinnum. Smakkaðist eins og sambland af krækiberjum og bláberjum, súr en sykurinn bætti það upp, alveg ágætt. Í alla staði hið skemmtilegasta ferðalag með prófessor DING Dou en hann fer á þennan stað í hverri viku í fjallgöngu til að auka hreysti sína. Ég er alveg ákveðin í því að fara þarna aftur mjög fljótlega í almennilegum skóm til þess að njóta náttúrunnar þarna sem er alveg yndisleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.10.2007 | 10:25
Bekkjarpartýið
Bloggar | Breytt 15.10.2007 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2007 | 05:40
Postulínshvít fegurð
Pistill birtur í Fréttablaðinu 13. október 2007
Hér í Peking er margt ólíkt því sem ég þekki að heiman. Eitt af því er mælikvarðinn á kvenlega fegurð hér í Kína og hvað kínverskar konur gera til að öðlast þá fegurð. Eftir að ég hafði verið hér í nokkurn tíma og farið nokkrum sinnum í búðarferðir komst ég að því að það er ekki svo auðvelt fyrir okkur vestrænu konurnar að kaupa snyrtivörur. Þrátt fyrir að snyrtivörumerkin séu þau sömu og í Evrópu og Bandaríkjunum eins og Estée Lauder, LOreal, Dior, Olay og Shiseido eru vörurnar sjálfar allt aðrar. Aðal markmiðið með snyrtivörunum hérna er að gera húðina hvítari. Það er nú ekki eitthvað sem við vestrænu konurnar erum hrifnar af en gyllt eða brún húð hefur verið merki fegurðar og hreysti okkar undanfarna áratugi. Hér er þessu akkúrat öfugt farið og hvít húð hefur í margar aldir verið helsta merki fegurðar hér í landi og víðar í Asíu. Hvít húð hefur verið talið helsta merki sakleysis, kvenleika, fágunar og þjóðfélagsstöðu. Í gömlum, kínverskum ljóðum er fallegum konum lýst sem konum með húð hvíta sem mjöll. Um aldir hafa kínverskar konur reynt að öðlast þessa fegurð með ýmsum ráðum, meðal annars með því að mala perlur og gleypa duftið en það átti að gera húð þeirra perluhvíta og fallega eftir því. Í dag eru það hins vegar hillur snyrtivöruverslana sem svigna undan snyrtivörum sem lofa hvítri og fallegri húð. Það sem hefur verið gagnrýnt varðandi þessar snyrtivörur er að í þeim hafa verið bleikiefni sem fara ekki vel með húðina. Framleiðendur sverja hins vegar að þessi krem séu hættulaus fyrir húðina og alltaf sé verið að þróa betri og betri vörur. Þessi rök snyrtvöruframleiðandanna virðast hafa skilað sér því síðustu 10 árin hefur eftirspurnin eftir snyrtivörum í Kína aukist mjög mikið og berjast snyrtivöruframleiðendur um að ná sem stærstum hluta af þessum stærsta markaði veraldar. Framleiðendurnir bjóða ekki eingöngu viðskiptavinum sínum upp á andlitskrem sem hafa þau áhrif að gera húðina hvítari heldur eru það einnig líkamskrem, maskar ýmiss konar, svitalyktareyðir og margt fleira. Þessar vörur eru auglýstar út um allt, endalaust áreiti af loforðum um hvítari húð og þar af leiðandi fallegra útlit. Þessi loforð um betra útlit eru alls ekki ódýr og kremin kosta hér um 3.-6.000 krónur sem er mjög mikið miðað við mánaðarlaunin sem geta jafnvel verið 20.-30.000 krónur. Konurnar hér kaupa ekki aðeins krem til að öðlast meiri fegurð með hvítari húð. Til þess að passa upp á hina dýrmætu hvítu húð forðast þær sólina eins og pestina og nota til þess ýmis ráð. Sem dæmi má nefna að í sólskini ganga þær með sólhlífar og hatta og hylja bera handleggina sína. Það er því ekki skrítið að ég með mína fölu íslensku húð hafi vakið nokkra athygli kínverskra kynsystra minna. Ég hef ósjaldan verið stoppuð af kínverskum konum sem hafa sagt mér að ég hafi einstaklega fallega húð. Þetta er klassískt dæmi um kaldhæðni örlaganna að konur í Kína skuli horfa öfundaraugum á hvíta húð vestrænna kynsystra sinna meðan þær hins vegar horfa með sömu öfundaraugunum á gyllta húð þeirra kínversku. Er þetta ekki enn eitt dæmið um hið gamalkveðna að maður þráir alltaf það sem maður hefur ekki?
Bloggar | Breytt 15.10.2007 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 01:38
Riddaramennska stjórnvalda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 04:10
Skjótt skipast veður í lofti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 13:30
Friðarsúlan í Viðey
Ég verð að segja það að mér finnst þetta mjög flott hjá Yoko Ono að byggja þessa friðarsúlu í minningu John Lennon. Hann var alveg ótrúlegur maður sem öðlaðist það sem er talið einna eftirsóknarverðast í heimi hér af mörgum, fé og frama en missti þrátt fyrir það aldrei sjónar á því sem skipti máli. Hann talaði fyrir friði og lagði sig virkilega fram fyrir þann málsstað. Eins og þeir sem þekkja mig vita þá er ég afar stolt af því að eiga sama afmælisdag og John Lennon. Ég held að það séu ekki margir sem ég virði meira en hann.
Ég kíkti á heimasíðuna www.imaginepeace.com og þar koma fram skilaboð frá Yoko Ono sem ég er svo algjörlega sammála.
I hope the IMAGINE PEACE TOWER will give light to the strong wishes of World Peace from all corners of the planet and give encouragement, inspiration and a sense of solidarity in a world now filled with fear and confusion.
Let us come together to realize a peaceful world.
Yoko Ono
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2007 | 16:41
Langur afmælisdagur
Þegar maður býr hinu megin á hnettinum frá heimahögunum þá lengist afmælisdagurinn óneitanlega. Hann byrjaði sem sagt á miðnætti í gær þegar bankað var á dyrnar hjá mér og mætt voru bekkjarfélagarnir mínir sem búa í sama húsi og ég. Þau komu inn syngjandi afmælissönginn á kínversku og með kirsuberjaísköku með logandi kertum á. Það verður að viðurkennast að það er orðið ansi langt síðan að ég blés síðast á kerti í tilefni dagsins.
Dagurinn leið ósköp rólega en í kvöld fórum við og fengum okkur að borða á þýskum veitingastað Judith Becker þýsku vinkonu minni til mikillar ánægju. Ég ákvað nú að hafa matinn í austurrískum stíl og fékk mér snitsel í tilefni dagsins og eplastrúdel. Smakkaðist alveg ljómandi vel. Þetta var mjög kósý kvöldverður og ekki var það nú verra þegar afmælissöngurinn var sunginn fyrir mig aftur af þýskum eiganda staðarins sem söng á ensku með þýskum hreimi. Ekki nóg með það heldur fékk ég að blása aftur á kerti. Ægilega gaman! Ég fékk meðal annars gjafakort í nudd í eitthvað geðveikt spa sem ég ætla að nýta mér mjög fljótlega. Síðan ætla ég að halda gamaldags bekkjarpartý á laugardagskvöldið og gera mitt besta til að bjóða upp á íslenskar veitingar úr kínversku hráefni.
Svo langar mig að lokum til að þakka kærlega fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið í dag að heiman. Það er gott að finna að það eru ekki allir búnir að gleyma manni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)