Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hversdagsleikinn

Síðustu dagar hafa farið í hinar ýmsu útréttingar enda hefur ýmislegt setið á hakanum á þessum tæplega 2ja mánaða tíma sem ég hef verið í burtu. Ég þurfti að skrá mig í skólann á seinni önnina, fara í banka og greiða ýmsa reikninga, versla ýmislegt og annað skemmtilegt. Eitt af því sem þurfti líka að gera var að hreinsa íbúðina en þar sem mér finnst það það leiðinlegasta sem ég geri ákvað ég að dekra svolítið við mig og ráða húshjálp. Ég fékk Ryan vin minn til að hjálpa mér af því að hann talar kínversku. Hann réði þennan litla, sæta kínverska karlmann sem kom hingað og þreif allt hátt og lágt. Hann stóð sig bara alveg ljómandi vel og nú er allt alveg skínandi hreint hjá mér, þvílíkur munur......

Annars er ég að elda núna fyrir afmælið hans Ryans í kvöld, ég ákvað að búa til hrísgrjóna, kjúklinga-og grænmetissalat með karrýi sem ég keypti í Kambódíu. Verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Svo stefnir í fyrsta djamm annarinnar í kvöld, við ætlum að fara í klúbb sem heitir "World of Suzie Wong" en hann á að vera skemmtilegur. Ég er að minnsta kosti farin að hlakka til kvöldsins......


Erum við Íslendingar öll eins?

Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér undanfarna daga, hversu lík hvort öðru erum við Íslendingar eiginlega? Ástæðan fyrir þessum pælingum mínum er sú að þegar ég og Karla vinkona mín frá Mexíkó vorum að skrá okkur á kínverskunámskeiðið í Beijing Language and Cultural University, BLCU, þá hitti ég íslenskan strák þegar ég var á gangi ásamt nýjum kínverskum vini mínum á Campusinum að leita að ljósritunarstofu. Þessi íslenski strákur er eini Íslendingurinn sem ég veit um sem er í þessum háskóla og fannst mér því frekar fyndið að rekast á hann, þess skal getið að hann býr í sama stigagangi og ég en við rekumst ekkert oft á hvort annað. Nú jæja meðan ég rölti um Campusinn til að ljósrita vegabréfið mitt beið Karla á meðan á skráningarskrifstofunni. Eftir að við vorum búnar að skrá okkur sagði ég Körlu frá því að ég hefði hitt þennan íslenska strák og hún svaraði já ég held að hann hafi komið inn á skráningarskrifstofuna. Nú sagði ég hvernig veistu, þú hefur ekki hitt hann er það? Nei svaraði Karla, var hann ekki í brúnni peysu, hummm ég bara tók ekki eftir því. En af hverju helduru að þetta hafi verið akkúrat hann, það er svo mikið af fólki hérna. Æ svaraði Karla hann var bara eins og þú. Ha, sagði ég, hvað meinaru? Hann er með eins augu og þú og eins hár, æi bara eh veginn alveg eins og þú.......Kannski er þetta bara einangrað tilvik og við erum kannski bara svona lík ég og þessi strákur þótt að ég hafi ekki tekið eftir því eða þá að við Íslendingar erum svona lík að þegar útlendingar þekkja einn Íslending geta þeir spottað restina.........

Sætur sigur

Ég er nú bara eiginlega svolítið búin á því eftir þennan dag. Byrjaði daginn á að mæta í fyrsta tímann í faginu The Political Economy of Transition in China. Lofar bara nokkuð góðu held ég en þetta er eina fagið sem ég tek þessa önnina. Eftir hádegi var svo háður bardagi við skriffinskuna hérna í Kína. Ég mætti kl. 14 í BLCU, háskólann sem kennir kínverskunámskeiðið sem ég sótti um og þá byrjaði stuðið. Allt í einu var ekki nóg að vera með leyfið frá Pekingháskóla heldur var bara námskeiðið því miður fullt og því stóð mér aðeins til boða að sækja um námskeið sem byrjar eftir mánuð og er í 3 mánuði en ekki 5 eins og ég hafði sótt um. Það var ekkert sérstaklega elskuleg Kolla sem hóf baráttuna við skriffinana. Eiginlega var ég alveg brjáluð, búin að fá nóg að mismunandi svörum og lélegri þjónustu. Lét starfsmennina heyra það og viti menn allt í einu var bara laust pláss á námskeiðinu fyrir mig og Körlu sem hafði einnig sótt um. Við vorum því frekar hamingjusamar eftir að hafa skráð okkur og borgað skólagjöldin rúmlega 16 í dag. Tímarnir byrja svo í næstu viku og þeir sem þekkja til segja að ef maður leggur sig fram á maður að geta bjargað sér nokkuð ágætlega eftir 5 mánaða kennslu. Svo nú er bara að vera dugleg að læra........

Svo fékk ég afhent skólaskírteinið í LSE í dag, það var svolítið skrýtið því allt í einu er London ekkert svo langt í burtu lengur enda líður tíminn frekar hratt. Sýnist á öllu að maður verði bara fluttur til London áður en maður veit af. Verð að fara að huga að húsnæðismálum og öðrum praktískum hlutum fljótlega. Ekki hægt að segja annað en að nóg sé að gera.


Flugeldar

Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera skotglöð þjóð þegar kemur að flugeldum. En ég held að Kínverjar eigi þó vinninginn. Síðan að ég aftur til Peking á sunnudaginn hafa sprengingarnar ekki stoppað. Það eru komnir ca 10 dagar síðan nýárið hjá þeim gekk í garð. Mér skilst reyndar að flugeldarnir sem er verið að sprengja núna séu samt ekkert miðað við hvernig þetta var yfir hátíðarnar hjá þeim. En það er kannski ekkert skrýtið að þeir séu sérfræðingarnar í að skjóta upp flugeldum því jú þeir eru einnig aðal framleiðendurnir.

Annars er ég á fullu í að berjast við kínverska skriffinna í menntakerfinu hérna, það kom nefnilega í ljós að ég þarf leyfi frá háskólanum mínum til að læra kínversku í öðrum háskóla. Jamm það er ekki neitt einfalt hérna í Kína. Ég er þó búin að fá loforð frá skólanum mínum um að ég megi læra kínversku í hinum skólanum svo vonandi fæ ég það skriflegt á morgun og get því skráð mig í kínverskuna á morgun því það er síðast sjens. Jamm þótt ég hafi verið mjög tímanlega í því að sækja um þennan kúrs, sótti um 4. janúar hvorki meira né minna þá kom í ljós að þeir taka ekki við rafrænum umsóknum. Hmmm ég tók ekkert eftir því og þeir létu mig heldur aldrei vita. Svolítið spes allt saman en ég vona að þetta gangi upp á morgun. Ef þetta gengur upp þá verð ég í kínverskutímum 4 sinnum í viku frá 8-12. En það veitir ekkert af. því kínverska er nú meira skaðræðismálið.........


Komin heim!

Æ hvað það er gott að koma heim til sín í allt dótið sitt. Kom heim seint í gærkvöldi frá Hong Kong. Allt gekk vel og er ég ósköp hamingjusöm með ferðina í heild sinni. Hong Kong var skemmtileg borg og full af orku. Endalausir skýjaglúfrar og himnaríki fyrir kaupóða. Skemmtileg stemming í borginni, minnir um margt á New York finnst mér. Ég auðvitað smitaðist af smá verslunaræði í H&M og fjárfesti einnig í myndavél með aðdráttarlinsu svo nú get ég orðið meira up close and personal í myndatökum hér í Peking. Skellti mér líka í bíó í einu af mollunum og sá myndina Flugdrekahlauparinn. Las bókina síðasta sumar og heillaðist alveg eins og flestir aðrir. Mér finnst þetta ótrúlega einlæg og hreinskilin frásögn af vináttu og svo auðvitað var gaman að kynnast Afganistan í gegnum söguna. Myndin fannst mér einnig mjög góð, látlaus en mjög áhrifamikil og lifnuðu persónurnar við á tjaldina á þann hátt að ég var mjög ánægð.

En þá er allt að fara á fullt hérna í Peking, fyrsti fyrirlesturinn á eftir. Hlakka bara svolítið til að byrja í skólanum aftur og hitta bekkjarfélagana. Reyndar fékk ég hlýjar móttökur hjá hr. Manzoni og hr. Gutierrez sem komu í heimsókn í gærkvöldi og fengu sýningu á öllum minjagripunum úr ferðalaginu. Ég er búin að fá nýtt gælunafn hjá þeim, Kolita, er aldrei kölluð annað, þeim finnst greinilega Kolla ekki nógu gott nafn ;-)


Koh Chang

Buin ad lifa eins og blom i eggi sidustu daga a eyjunni Koh Chang herna i Taelandi. Erum buin ad dvelja hja Dr. David og fjolskyldu en thau reka hotel a eyjunni. Dr. David og fjolskylda eru buin ad dekra vid okkur sidustu daga svo vid erum algjorlega uthvildar. Hann Dr. David er skemmtilegur kall, er med 3 haskolagradur, var valinn af taelenska rikinu til ad laera i Bandarikjunum og er henn med doktorsgradu thadan og er i daglegu tali aldrei kalladur annad en Dr. David. Hann bjo 10 ar i Bandarikjunum og 4 ar i Bretlandi en nu rekur hann 300 gesta hotel med fjolskyldunni sinni. Hann vildi reyndar olmur fa mig og Judith i fjolskylduna, fyrst aetladi hann ad koma okkur saman vid syni syna en hefur sed ad thad yrdi kannski of erfitt ad losa tha vid kaerusturnar sinar og akvad i stadinn bara ad aettleida okkur...... Jamm vid vorum aldrei annad en daetur hans eftir thad. En thau voru alveg otrulega indael vid okkur, vildu allt fyrir okkur gera, budu okkur i mat og voru alltaf ad gefa okkur eh og fengum vid serstakan fjolskylduafslatt a gistingunni. Gott daemi um gestrisni theirra var thegar eg let thau vita ad eg hafdi tynt gleraugnahulstrinu minu og tha for Fru David strax og fann sitt og vildi endilega lata mig hafa hennar i stadinn. Eg thurfti ad neita lengi og akaft adur en thau gafu sig. Jamm ekki amalegt thetta lif, sol, hiti, sjor, risa sundlaug og palmatre, gedveikur matur, frabaert folk og eintom leti vid ad lesa baekur og sola sig. Ekki samt halda ad eg se ordin brun, ehemm.......

Nu er ferdin farin ad styttast i annan endan og erum vid komnar aftur i Bangkok a hotel nalaegt flugvellinum thvi a morgun fljugum vid til Hong Kong. Hrabba vinkona thessi elska fann ut fyrir mig ad thad er H og M a stadnum svo ad eg veit hvad eg verd ad gera.........


Skemmtilegur dagur

Thad var mjog gaman ad hitta Paul i gaer og upplifa hvernig thad er ad vera heimamadur herna i Bangkok. Vid byrjudum a thvi ad fara ad The Golden Mountain og bidjast fyrir ad taelenskum buddistasid. Mjog ahugavert, kveiktum a kerti, reykelsi, logdum blom fyrir Budda og ad lokum settum vid sma gull a eh styttu. Sidan roltum vid um og fengum okkur svo ekta taelenskan mat a svona heimilislegum veitingastad thar sem ekki var buid ad skreyta allt fyrir okkur turistana. Fengum mjog godan mat og thurftum ad drekka ansi mikid af vatni med. Sidan heldum vid afram ad rolta um og skoda hin ymsu kennileiti borgarinnar og a milli kynnti Paul fyrir okkur ymislegt matarkyns eins og is buinn til ur kokosmjolk og litlar kokur eingongu bunar til ur kokos. Rosa gott. Ad lokum forum vid a bar sem var uppi a thaki og med frabaeru utsyni yfir ana og upplystar byggingar. Thar satum vid fram eftir kvoldi og drukkum kokteila.........


Lelegur bakpokaferdalangur

Ja thad var sem mig grunadi eg er ekkert serstaklega godur bakpokaferdalangur. Thessi grunur var thad sem stoppadi mig her a arum adur ad fara i heimsreisu med ferdaskrifstofu studenta. Eg var viss um ad eg myndi aldrei meika thad ad ferdast um heiminn i rutu i marga manudi og hafa ekki moguleika a ad komast i sturtu a hverjum degi. Bakpokinn minn virdist heldur ekki vera neitt serstaklega vel gerdur fyrir bakpokaferdalag en hann er ordinn ansi illa farinn eftir ferdalagid og thott hann se 80 litrar extreme er hann keyptur a silkimarkadinum i Peking og gaedin virdast nu ekkert of mikil....... synist a ollu ad eg verdi ad finna mer ferdatosku i Hong Kong og gefa pokann upp a batinn.

Svo eg er bara ad slappa af herna i Bangkok, njota thess ad vera i storborg med ollu thvi sem fylgir. Vid aetlum ad hitta bekkjarsystur okkar, hana Paul sem byr her i Bangkok a eftir og kannski mun hun maela med eh spennandi ad gera herna. Hun er af kinverskum aettum og er ad halda upp a 'jolin sin' thessa dagana eda kinverska nyarid. Ja svo styttist odum i ad madur verdur kominn i sitt venjulega lif i Peking en eg vona ad vedrid thar verdi ordid eh betra.........


Bangkok

Komin til Bangkok og list vel a stadinn. Lentum i sma veseni med gistingu thvi ad gistiheimilid sem vid hofdum bokad gistingu hja hafdi aldrei stadfest vid okkur og vid vorum sum se ekki med neina gistingu. Thad bjargadist nu allt saman ad lokum og vid thurfum thvi ekki ad sofa a gotunni. Vid verdum her i 2 daga og aetlum bara ad rolta um og kikja a eh skemmtilegt eins og hof, konungshallir og buddastyttur.

Annars var nu Luang Prabang fyndinn baer, thessi rolyndisbaer fyllist af hinum undarlegustu hljodum a naeturnar. Um midja nott byrjadi trumbuslattur ur naerliggjandi buddaklaustri asamt eh odrum framandi hljodum. Sidan byrjadi hundsgelt og svo hanagal. Svo thad ma segja ad naeturnar hafi verid svolitid orolegar undanfarid. Kemur ser vel ad eg sef frekar fast.......


Laos kemur a ovart

Eg er buin ad hafa thad alveg hrikalega naes herna i Luang Prabang undanfarna daga. Thetta er otrulegur stadur, eiginlega himnariki nautnaseggsins, hatid fyrir oll skilningarvitin. Kom mer a ovart hversu modern their eru herna, fagadir og miklir fagurkerar. Eg er buin ad eiga i miklum erfidleikum thvi allt i kring eru til solu mjog flottir hlutir hraeodyrir en eg er thvi midur med takmarkad plass til ad geyma allt sem eg vildi kaupa herna svo eg er ad reyna ad gera upp vid mig hvad a ad velja. Svo er her allt fullt af veitingastodum og kaffihusum sem bjoda upp a mjog godan mat, allt hraefnid svo ferskt og bragdmikid en thvi midur er magakveisan enn ad hrja mig svo eg verd ad fara varlega i freistingarnar. Og ekki nog med thetta thvi tha er thessi stadur talinn sa besti i sudaustur Asiu til ad lata dekra vid sig i nuddi og sliku. Jamm thetta er algjor nautnastadur og svo otrulega fallegur og sjarmerandi ad madur gleymir ser alveg vid ad rolta um baeinn i rjomablidu. Kannski ekkert skrytid ad NYT hafi valid Laos sem adal stadinn til ad ferdast til 2008..........

Vid erum nu loks buinar ad hekla saman sidari hluta ferdarinnar. A morgun fljugum vid hedan fra Laos til Bangkok og verdum thar fram a fostudag. Thadan munum vid svo fara a eyju sem heitir Ko Chang og njota strandar og sjos eda thangad til vid fljugum til HongKong sem verdur 14. februar og svo fljugum vid heim til Peking 17. februar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband