17.9.2007 | 13:05
Tóbaksbúđin í húsinu
Já ţađ er hér tóbaksbúđ á fyrstu hćđinni í húsinu mínu ásamt nokkrum öđrum verslunum svo sem lítilli matvörubúđ, bakaríi, blómabúđ og snyrtistofu. Ég hef nú skođađ mig um í öllum búđunum fyrir utan tóbaksbúđina en ég hef átt óttalega lítiđ erindi ţangađ. Hef horft inn í hana og séđ ţar fullar hillurnar af tóbaki, smekklega rađađ í öllum regnboganslitum eins og vera ber. Reyndar hef ég horft oft inn í hana og ţótt hún ansi stór og mikiđ velt fyrir mér hversu mikiđ úrval hér er af tóbaki, kannski ekkert skrýtiđ fyrir jafn stóra ţjóđ og Kína. En svo einn daginn rak ég augun í plakat sem hengt var á einn glugga verslunarinnar, mynd af sprautu! Nei hver andskotinn hugsađi ég ekki selja ţeir dóp hérna, bara sí svona! Jú mikil ósköp en allt samt algjörlega löglegt. Jamm tóbaksbúđin selur ekki bara tóbak heldur er einnig apótek. Ekki amalegt ţađ ađ geta fariđ í sömu verslunina og annađ hvort keypt sígarettur eđa nikótínlyf.......Ábyggilega ósköp ţćgilegt en nokkuđ undarlegt fyrir mig Íslendinginn. Ánćgđ samt ađ hafa apótek í húsinu :-)
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.