Leita í fréttum mbl.is

Róleg helgi

Það fylgir lærdómstörnum að það hægist á öðru hjá manni. Til þess að brjóta þetta mynstur upp fór ég með krökkunum út að borða í gærkvöldi. Fyrir valinu var indverskur staður sem er ekki svo langt frá okkur. Mjög fínn staður og enn betri félagsskapur. Eftir kvöldmatinn fórum við heim að horfa á videó. Það er náttúrulega engin bíóstemming hérna þar sem það dettur engum í hug að fara í bíó og borga slatta pening fyrir þegar hægt er að kaupa allar myndir og jafnvel þær sem er verið að sýna í bíó fyrir smá pening. Ég sakna þess reyndar að fara aldrei í bíó hérna þar sem ég er svoldill bíófíkill en það venst ágætlega að vera bara með heimabíó og úrval eins og gerist í meðal stórri vídeóleigu til að velja úr. Dagskráin í dag er svo að gera aðra tilraun til þess að borga blessaðan símareikninginn. Frekar brjálæðislegt að þurfa að berjast við kerfið til þess að fá að borga peninga.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

damn...djö hvað ég væri til í það, berjast til að fá að borga eitthvað!

mooney (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband