Leita í fréttum mbl.is

Aftur á meðal fólks

Jæja þá er einangrun minni vegna flensunnar lokið. Skrapp í bæinn með Ástu sem er komin aftur til Peking eftir nokkuð langa dvöl heima á klakanum. Mjög svo ánægjulegt að hitta hana aftur. Áttum virkilega ljúfan dekurdag. Fórum og fengum okkur að borða á ítölskum veitingastað og í þetta skiptið varð túnfiskur fyrir valinu og var hann bara nokkuð góður. Missti mig aðeins í að versla bíómyndir og held að ég sé komin með ágætan skammt fyrir næstu mánuði. Margar spennandi myndir voru verslaðar og ég held að ég sé næstum því komin með allar myndirnar sem höfðu eitthvað með óskarsverðlaunin að gera. Að lokum skelltum við okkur í kínverskt nudd og í þetta skiptið voru það karlmenn sem nudduðu okkur og það voru sko engin vettlingatök.....Maður var sveigður og beygður í stellingar sem maður er vægast sagt ekki vanur að vera í og enn og aftur er ég lurkum lamin eftir herlegheitin (þetta kínverska nudd er ekkert grín en á að vera voða gott fyrir heilsuna). Ekki nóg með það heldur kom annar nuddarinn með svo einlægt komment að við fengum hláturskast sem entist okkur alla leiðina heim......

Morgundagurinn var svo planaður í lærdóm en eftir að Niccóló hafði rökrætt við mig í ca 1 mínútu að ég ætti frekar að fara með honum á listasýningu og sjá m.a. völundarhús úr pappa hrundu öll góðu plönin mín. Já það ætlar að verða svolítið erfitt með sjálfsstjórnina....eeeeen stundum nauðsynlegt að rækta andann, sérstaklega eftir svona einangrun eins og ég er búin að vera í undanfarið. Svo ég ætla með Niccóló á þessa sýningu og í leiðinni að hitta samstarfsfélaga hans sem vinna hjá ítalska "verslunarráðinu" hér í borg. Síðan er ég boðin í mat hjá Körlu, mexíkönsku mærinni, sem ætlar að elda handa okkur ekta mexíkanskan mat en ekkert tex mex kjaftæði eins og hún segir. Hlakka mikið til því síðast bar hún fram alveg æðislegan mat. En svo eftir matinn verður bara lært fram á kvöld.......já ég meina það!!!!

Annars vil ég þakka góðar kveðjur í kommentakerfinu og láta vita að það er MJÖG skemmtilegt að sjá hverjir kíkja við á bloggið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: maddaman

Hæ skvís... láttu mig vita hvað þér finnst :)

maddaman, 9.3.2008 kl. 18:05

2 identicon

Gott að þú ert búin að ná þér....5 dagar í herlegheitin og vona að skipulagningin sé að ná hámarki!  Er búin að kaupa bókina

mooney (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband