Leita í fréttum mbl.is

Krúttleg umhyggja

Jæja þetta er þriðji dagurinn sem ég er hér heima með þessa flensu, vægast sagt ekki mjög skemmtileg örlög. En ég held að þetta fari nú allt að koma. Ég hef því ekkert getað mætt í kínversku þessa viku og hef ekki látið neinn vita nema hana Sung Ae sem situr við hliðina á mér í tímum. En áðan fékk ég fyndið símtal frá einum af þremur kínverskukennurunum mínum sem var að athuga með mig þar sem ég hef ekkert mætt þessa vikuna. Mér fannst þetta nú frekar sætt svona þegar ég fékk hana til að hætta að tala kínversku við mig því ég skil svo takmarkað amk enn sem komið er. Svei mér þá en ég held að svona umhyggju hjá kennurum hef ég ekki orðið var við síðan í barnaskóla og er nú orðið ansi langt síðan....ósköp huggulegt :-) Því maður var orðinn því algjörlega vanur að kennarar láti það alveg afskiptalaust hvort maður mætir í tíma eða ekki, þetta svokallaða akademíska frelsi....

Annars er komið hér vor í loftið, hitinn hækkar dag frá degi og sýnist mér á veðurspám að það verði komið um 20 stiga hiti um helgina og yfir það í næstu viku. Nú er skemmtilegur tími framundan þegar gróðurinn fer að vakna til lífsins. Ég er nú með metnaðarfull plön að vera dugleg að skoða skemmtilega staði hér í borg og helst að komast út í náttúruna í nágrenni borgarinnar í göngutúra svona svo ég geti notað almennilega bókina sem ég keypti eh tímann fyrir jól, "Hiking around Beijing"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég les alltaf bloggið þitt en er ekki dugleg að kvitta. Mér finnst gaman að lesa hvað fólk er að gera í fjarlægum löndum, þú skrifar líka skemmtilega. Vonandi fer þér að batna. kveðja,

Sigrún Óskars, 5.3.2008 kl. 21:16

2 identicon

Takk fyrir góðar kveður en það er virkilega gaman þegar fólk lætur vita af sér!!

Sæll Ólafur, að mínu viti er blogg svo persónuleg tjáning að óvarlegt er að fara eftir því hvað öðrum finnst um bloggið manns. Svo ég segi bara gangi þér vel að blogga og vonandi skemmtiru þér vel!!!

kveðjur frá Peking,

Kolbrún

Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 04:30

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

við ættum að vorkenna þér hér heima á klakanum að liggja í flensu en ég verð að játa að vottur af öfund verður yfirsterkari - því óskaplega væri nú gaman að vera kominn til kína... - semsagt, láttu þér batna stelpa!

Bjarni Harðarson, 7.3.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband