Leita í fréttum mbl.is

Speglar og völundarhús

Það var ekki auðvelt að mæta í kínverskutíma í morgun. Hvorki auðvelt að vakna kl. 6.30 né að reyna að átta á mig hvað kennarinn og samnemendurnir voru að segja en þeir voru búnir að læra MJÖG mörg ný orð  á meðan ég lá heima í flensunni. Úff eins gott að vera dugleg að ná þessu upp annars verð ég eins og asni alla önnina...

Gærdagurinn var afskaplega ljúfur eitthvað. Byrjaði að fá mér góðan morgunmat og lesa bæði moggann og FBL á netinu. Síðan lagði ég af stað með Niccoló í listahverfið 798 Art Zone. Ótrúlega skemmtilegt hverfi, þetta er fyrrverandi verksmiðjuhverfi sem er búið að búa til risa stórt nýlistahverfi úr. Verksmiðjuhúsin hafa fengið að halda sér ásamt öllum skorsteinum, pípulögnum og öðru sem þeim fylgdu. Í húsunum er svo búið að innrétta fullt af galleríum, veitingastöðum og kaffihúsum. Það er mjög auðvelt að eyða heilum degi þarna enda er þetta svo stórt að maður þarf kort til að rata þarna. Við fórum á sýningu í listagalleríinu Galleria Continua sem er ítalskt og var sýning eftir listamanninn Michelangelo Pistoletto. Virkilega flott sýning sem byggðist að mestu á speglum. 

 völundarhús

Þetta völundarhús er gert úr pappa alls 2100 metrar. Gestirnir þurftu að finna leiðina að hvíta kassanum því þar inni var svo aðal trompið. Mikill speglasalur þar sem þú gast horft á þig á mörgum hæðum, bæði fyrir ofan, neðan og til hliðar við þig. Ótrúlega kúl hugmynd fannst mér.

speglar II

En það voru smá vankantar á þessu verki, aðallega fyrir konur eins og mig og Valentínu samstarfskonu Niccoló sem ákváðum að vera í pilsum akkúrat þennan daginn. Ekki mjög sniðugt eins og þið getið ímyndað ykkur við að horfa á myndina hér fyrir ofan....En eins og ég sagði hér áður þá er ekki mikið mál að eyða heilum degi við að rölta milli sýninga og setjast niður á kaffihús inn á milli til að fá sér eitthvað að borða og hvíla sig aðeins. Við eyddum þarna 3 tímum við að skoða nokkrar sýningar sem allar voru mjög áhugaverðar, hver á sinn hátt.  

Eftir að hafa sinnt andanum var kominn tími á líkamann þ.e. mexíkanska matinn hennar Körlu sem hún kom með frá Mexíkó eftir annarfríið. Svakalega góður matur, m.a. voru heimabakaðar tortillur, hvorki meira né minna. Eftir matinn með bekkjarfélögunum var ég stússast alltof langt frameftir kvöldi og kórónaði það með því að fá þá frábæru hugmynd að fá Jóhönnu Hreiðars vinkonu til að hanna fyrir mig nýtt útlit á bloggið mitt en hún er soddan tölvu- og hönnunarsnillingur!! Enn og aftur TAKK fyrir JóhannaKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Við tölvulúðarnir erum sko heppin að þekkja einhvern eins og Jóhönnu, sem getur látið bloggin okkar vera kúl.

Stefán Bogi Sveinsson, 10.3.2008 kl. 10:00

2 identicon

mig vantar adressuna fyrir visa umsóknina?!

mooney (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:17

3 identicon

Verst er að bloggið þitt er orðið flottara en mitt :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband