Leita í fréttum mbl.is

Öðruvísi páskar

Páskarnir hérna hafa verið með nokkuð öðrum hætti en almennt heima. Það var auðvitað fyrst og fremst vegna þess að það er ekkert frí hérna enda halda Kínverjar ekki páskana hátíðlega frekar en jólin. Það var því engin miskunn með það að mæta í skólann fyrir utan að á föstudaginn var frí vegna menningarferðar á Kínamúrinn sem ég skrópaði í. Síðustu daga höfum við notað til að skoða okkur um hér í borg. Fórum í Temple of Heaven sem er ljúfur staður, falleg hof og mjög stór garður þar sem fólk kemur saman til að stunda leikfimisæfingar eða til að hittast og taka í spil eða syngja nokkur lög og spila á hljóðfæri. Mér fannst frekar magnað að sjá mann um áttrætt vera að teygja og hafði sett annan fótinn upp að tré og beygði sig þannig að andlitið náði alveg að fætinum. Ótrúlega liðugur verð ég að segja. Við skelltum okkur líka í Hou Hai garðinn þar sem við fórum á tehús og fengum te eftir öllum kúnstarinnar reglum, keyrðum í rikshaw og kíktum í litlar, skemmtilegar búðir. Laugardagurinn fór í að rölta um á Kínamúrnum í þokulegu veðri svo að umhverfið var nokkuð ævintýralegt. Í bland við skoðunarferðirnar erum við búnar að vera duglegar við að láta dekra við okkur í nuddi og öðru slíku.
Páskadagur var mjög ljúfur, byrjuðum á því að fara í brunch með Ástu, Niccolo og vinum hans á Hilton hótelið. Það var alveg hrikalega næs og gaman að gera eh hátíðlegt í tilefni dagsins. Eftir það fórum við í listahverfið 798 og röltum um í geggjuðu veðri á milli gallería. Gáfum okkur þó tíma til að setjast niður og skála í freyðivíni fyrir páskunum. Eftir röltið fannst okkur Ástu upplagt að kynna Hröbbu fyrir hinu yndislega, kínverska fótanuddi í Bodhi þar sem hún drakk nýja uppáhalds drykkinn sinn, soðið kók með engiferi út í, hljómar kannski undarlega en smakkast bara ágætlega. Enduðum svo daginn á indverskum veitingarstað. Við erum nú svosem búnar að vera duglegar að fara út að borða og höfum borðað á múslömskum, japönskum, víetnömskum, kínverskum og amerískum stað. En nú er ævintýrið á enda og í þessum skrifuðum orðum er Hrabba í flugi á leið til Köben. Hversdagsleikinn tekinn við hjá mér og er ekki hægt að segja en að nóg sé að verkefnum framundan svo að það er eins gott að láta hendur standa framúr ermum.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þið vinkonurnar áttu góðar stundir saman. Það kom að vísu smá hik á mig þegar ég las um skraddarann og tískublöðin og nú er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að panta áfallahjálp fyrir Mooney áður en hún fær visareikninginn sinn! Eða er allt bara svakalega ódýrt í Kína?!!

Lísa Hjalt (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband