28.3.2008 | 16:40
Lust Caution
Horfði á Ang Lee myndina Lust Caution á dögunum. Mér finnst Ang Lee alveg ótrúlega góður leikstjóri, myndirnar hans eru svo raunverulegar en á sama tíma mjög dramatískar. Hann nær alveg að halda manni föstum við skjáinn og einnig eru myndirnar hans að veltast um í kollinum á manni nokkuð lengi á eftir. Lust Caution fjallar um kaldan raunveruleikann sem fólk stendur frammi fyrir þegar það er að berjast fyrir málstað og er það alls ekki alltaf svo fallegt eða auðvelt að fylgja hugsjónum sínum. Mæli með myndinni og ekki er verra að hafa hana með kínversku tali, hehehe ég skildi ca svona 1 orð af 100.....góð æfing samt.
Annars er bara allt fínt að frétta, róleg vinnuhelgi framundan enda er veðrið akkúrat núna ekki mjög spennandi. Manni dauðbrá við það að það er allt í einu farið að rigna, Þá fattaði ég að það bara rignir eiginlega aldrei hérna....merkilegt. Það er líka bara ansi kalt og þar sem búið er að taka hitann af öllu íbúðarhúsnæði hér í borg er dálítið kalt svo að sængin hefur nú mikið aðdráttarafl. Sýnist þó á veðurspám að þetta sé stutt kuldakast og við taki veður í kringum 20 stiga hita. Annars bíður Karla vinkona mín frá Mexíkó spennt eftir því að ég upplifi hitana sem verða í sumar því það er búið að fara í taugarnar á henni hvað kuldinn í vetur hefur haft lítil áhrif á mig.....það hlakkar í henni að nú styttist í sumarið og ég muni alveg bráðna niður.......
Athugasemdir
Blessuð! Mér þykir þú nú nokkuð góð ef þú hefur þekkt 1 orð af hverjum 100! Kveðja til Kína. Fjóla
Fjóla (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.